Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 41

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 41
látizt við skyldustörf sín á sjónum. Það var talað um: að slíkur minnisvarði, reistur með almenn- um fjárstuðningi og fyrir tilstilli fólksins, mætti ekki vera nein smásmíði, hann ætti að verða dýr- mæt eign þjóðarinnar og livatning til kynslóða. Félag íslenzkra loftskeytamanna lét ekki standa við orðin tóm. 19. nóv. 1936 sendi félagið út boðs- og hvatningabréf til allra félaga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði og sjómenn í öðrum landshlutum voru einnig hvattir að hefjast handa. Skorað var á félögin að tilnefna hvert 3 fulltrúa til að mæta á sameiginlegum fundi til að semja starfsreglur og til að vinna að framgangi þessa máls. Fyrsti fundurinn, varðandi Sjómannadaginn, var haldinn í Oddfellowhöllinni í Reykjavík þann 8- marz 1937. í fyrradag voru því rétt tuttugu ár síðan fyrsti sameiginlegi fundurinn var haldinn °g mættum við því nú minnast þessa tuttugu ára afmælis sérstaklega. Á þessum fundi mættu full- trúar frá 9 félögum sjómanna. Sjómannafélagi Reykjavíkur, Skipstjórafélagi íslands, Öldunni, Vélstjórafélagi íslands, Kára Hafnarfirði, Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Ægi, Skipstjóra- og stýrimannafélagi Reykjavíkur, Matsveina- og veitingaþjónafélagi Islands og Félagi íslenzkra loftskeytamanna. Á þessum fundi var kjörin 9 manna nefnd til að semja reglur um Sjómannadag og gera til- lögur um viðfangsefni hans. I nefndina voru kosnir: Bjöm Ólafs, Sigurjón Á. Ólafsson, Guðmundur Sveinsson, Einar Þorsteinsson, Þór- arinn Guðmundsson, Guðmundur H. Oddsson, Janus Halldórsson, Þorsteinn Árnason og Henry Hálfdansson sem kosinn var formaður nefndar- innar. Sú nefnd hélt fyrsta fund sinn 25. nóvem- ber 1937 og hafði það þá orðið ásátt um stofn- skrána, framhaldsaðalfundur um stofnskrána var svo haldinn þrem dögum síðar og þá gengið endan- lega frá henni og fyrsti aðalfundur Fulltrúaráðs Sjómannadagsins ákveðinn fyrir lok febrúar- mánaðar 1938, hafði þá Sjómannafélag Hafnar- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.