Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 39

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 39
kenni Sjómannadagsgleðinnar hverju sinni. Á Sjómannadaginn hafa margir þjóðkunnir menn sýnt stéttinni hug sinn í orði og verki — alltaf til góðs. Uti á landi hafa hverskonar íþróttir verið þreyttar með vaxandi þátttöku og áhuga. Það, sem að framan er sagt á við höfuðstaðinn ein- göngu. Hvað veldur? Hvað skal gera? Mönnum er að vonum mikið áhyggjuefni hin dræma og síminnkandi þátttaka sjómannanna í íþróttakeppni dagsins, og spurt er um ástæðuna. Hér verður ekki kafað djúpt eftir ástæðunum. En rétt er að benda á eftirfarandi. I síðustu árum hefur undirbúningur dagsins verið lagður á allt of fáar herðar. Einum manni er ofvaxið að koma dagskrá dagsins í framkvæmd. Þar þurfa margir ffienn að leggja hönd á plóginn. Undirbúningur- inn þarf að vinnast af sjómönnum sjálfum í sjálf- boðavinnu. Þeir eru ekki of góðir til þess að leggja hér vinnu af mörkum, hver eftir getu og ástæð- um. Áróður fyrir þátttöku í íþróttum þarf að vera mikill. Hann þarf að framkvæma á löngum tíma. Miklu veldur um þátttöku að oft eru fá skip í höfn á Sjómannadaginn. Útgerðarmenn skipanna, sem flest eru eign þjóðfélagsins beint og óbeint, þurfa að taka tillit til dagsins og gæta þess, að hrekja skipin ekki frá heimahöfn, að óþörfu fyrir daginn og láta þau skip, sem hægt er, vera heima. Útgerðarmenn geta falið skipstjórum „sínum“ að hvetja skipshafnirnar til þátttöku í íþróttunum, ef skipstjórarnir geta ekki haft um það frum- kvæði sjálfir. Öll keppnin þarf að fara fram a Sjómannadaginn. Það hefur lamandi áhrif að dreifa dagskránni niður á tvo daga. Aldrei má fresta eða fella niður keppni vegna veðurs. Það gefur alranga hugmynd um manndóm og karl- mennsku íslenzkra sjómanna, að hætta við róður 1 Reykjavíkurhöfn um hávorið, þótt að hann blási. ^eita þarf myndarleg verðlaun þeim, sem skara fram úr í starfsíþróttunum. Verklagni og hæfni kunnáttumanna á sjó, er undirstaðan undir vel- ^oegun þjóðarinnar. Góðir netjamenn ,,splæsarar“ °g beitningamenn o. s. frv. eru sjávarútveginum og þjóðinni ómetanleg eign. Hvetja þarf menn til að ná sem beztum árangri í þessum starfsgrein- Um og fjöldamörgum öði’um. Til þess, er meðal snnars keppni á Sjómannadaginn vel fallin. Sjómennirnir kvarta tíðum undan því að Sjó- ^uannadagurinn beri stundum of lítinn keim af síomennsku og sjómönnum. Ef til vill er þetta rétt. En sjómenn góðir. Það er á ykkar valdi og ykkar einna, að breyta þessu í betra horf. Ef þið viljið það í raun og veru, þá skuluð þið ekki standa alengdar sinnulausir og aðgerðalausir, heldur Stemundur Ólajsson \ynnir íþrótta\eppni á Sjómannadaginn. hella ykkur út í starfið fyrir Sjómannadaginn, á sama hátt og með sama myndarbrag og þið vinnið störf ykkar á hafi úti. Takmarkið er: Mikil þátt- taka sjómanna í öllu, sem fram fer á Sjómanna- daginn. Látið götur höfuðstaðarins glymja undir fótum ykkar í öflugri og virðulegri hópgöngu. Reynið kraftana og samhæfnina í reipdrætti, syndið, róið, bætið, beitið og „splæsið“, hver í kapp við annan allan liðlangan Sjómannadaginn. En þegar kvölda tekur, drekkið, syngið og dansið. Munið það, að Sjómannadagurinn er ykkar dagur. Gerið hann eftirminnilegan, sjálfum ykkur, og þjóðinni allri, með drengilegum leikjum og góðri gleði að kvöldi. Gleðilega hátíð. Sæmundur Ólafsson. „Hvaða skáldverk þitt telur þú bezt?“ „Síðasta skattaframtalið mitt.“ * Ferðamaðurinn: „Eg átti greinilega réttinn, og þó kennið þér mér um þetta.“ Lögreglum.: „Sökin er öll yðar.“ F.: „Hvers vegna?“ L.: „Af því að faðir hins er borgarstjóri hér, bróðir hans lögreglustjóri og ég tilvonandi mágur.“ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.