Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 28
lendingar fengju mikið af kolum þaðan, og sagði hann það vera, en þetta skip og ótal önnur losa hér kol, sem fara síðan til Englands. Eg varð eitt spurningamerki, svo hann skýrði þetta út fyrir mér. Hann sagði að Englendingar fengju allmikið af kolum frá Ameríku í mjög stórum förmum, en Englendingar hefðu ekki aðstöðu til að losa svo stór skip, nema með ærnum kostnaði, og væri því hagkvæmara að losa hér í smærri skip, er svo flyttu kolin til hinna ýmsu staða í Englandi. Hol- lendingar gætu gert þetta miklu ódýrara, og þar sem þetta teldist til fríhafnar væri ekki um nein inn- eða útflutningsgjöld að ræða, svo þetta væri á allan hátt miklu hagkvæmara. A stríðsárunum byggðu Þjóðverjar kafbáta- skýli í Waalhaven. Það tekur 8 kafbáta, og stend- ur enn óhreyft og óbreytt. Voru gerðar miklar loftárásir á það í stríðinu, en það stóðst það allt saman, aðeins mátti sjá, að smávegis hefði sprungið úr því á einum stað. I miðri ánni, rétt ofan við þessa höfn, er eyja, og liggja tvær gríðarmiklar og sterkar brýr að henni sitt frá hvorum fljótsbakka, er hægt að lyfta annari, svo skip komist þar um. A eynni hefir hol- lenzka Ameríkulínan bækistöðvar sínar ásamt fleirum, sem þar er staðsett. Þar lá hið mikla haf- skip línunnar, „Nueve Amsterdam“, og var að leggja á stað til Ameríku. Er þetta glæsilegt skip, yfir 30.000 tonn. A skipafélag þetta annað skip í smíðum, er verður talsvert stærra. Var gaman að sjá skipið líða frá hafnarbakkanum og niður fljótið innan um allan þann aragrúa af smærri skipum, er þá sem oftar voru á ferð. Var svo farið undir hina miklu brú, en ekki þurfti að lyfta henni vegna farkosts þess er við vorum á, en mastrið þurfti að liggja niðri. A móts við eyjuna, á nyrðri bakka árinnar, er vatnshreinsunarstöð, og er þar hreinsað allt vatn fyrir Rotterdam og nágrenni, og er það ekkert smá- ræði. Vatnið er tekið beint úr fljótinu og er þá ekki girnilegt til drykkjar. Er það sagt heilnæmt til matar, en ekki bragðgott til drykkjar, vegna steinefna, sem í því eru. Þarna voru efri takmörk hafnarinnar, en eins langt og augað eygði upp með fljótinu voru bryggjur og skip og verksmiðjur. Meðal annara var þarna stærsta skipasmíðastöðin, og eru þar smíðuð allt að 20.000 tonna skip, en aðeins skrokk- urinn, þeim síðan fleytt niður að öðrum verkstæð- um er fullgera þau. Þar sem Rotterdam er með mestu siglingahöfn- um Evrópu, er ekki að furða, þótt þar sjáist mörg skip og margvísleg að stærð og gerð. En þó vekur mesta eftirtekt manns hinn mikli fjöldi flutninga- báta eða skipa af alveg sérstakri gerð, hinar svo kölluðu legtur. Eru þær ekki ætlaðar til úthafs- siglinga, heldur eingöngu til siglinga á fljótum og skurðum til nærliggjandi landa svo sem Belgíu, Þýzkalands og Sviss, og svo náttúrlega um sjálft Holland. Fleytur þessar eru af öllum stærðum, frá 100 til allt að 8000 tonnum, en sama lag má heita á þeim öllum, aðeins ein og ein sjást með gamla jagtar- laginu, stuttar og breiðar, og með lotuð stefni. Annars eru þær langar og frekar mjóar og grunn- skreiðar, sem verður að vera, því dýpi er oft lítið á siglingaleiðum þeirra. Er slíkur aragrúi af þess- um fleytum alltaf á ferðinni, enda ekki undarlegt, því allur sá varningur, sem fer frá höfninni til upplands Hollands og annara landa er siglinga- leiðir þessar ná til, og sömuleiðist til hafnanna, fer fram með þessum skipum. I Rotterdam eru margir skurðir frá fljótinu inn í borgina, og einnig víð lón við sjálfa fljótsbakk- ana og allstaðar er fullt af þessum fleytum og svo kemur allur sá fjöldi, sem í umferð, sést þá hvílík ógrynni er til af þessum fleytum, að það virtist ekki gott að hafa tölu á því. En allt hefur þetta sitt númer, til aðgreiningar, svo ein- hversstaðar er til skrá yfir þetta. Þegar morgnar fer að koma líf í umferðina, þvi þá fara þessar fleytur flestallar á stað, og þar sem mikil umferð er alltaf af stærri eða öðrum skip- um, virðist að fljótið sé fullt bakkanna á milli, en allt smýgur þetta hvað fram hjá öðru, en oft virð- ist muna á mjóu að ekki verði árekstur. Ahöfn þessara skipa er ekki mannmörg, vana- legast fjölskyldan — maðurinn og konan og svo börnin. Allsstaðar sáust þau. Fjölskyldan á ekki annað heimili. Þar lifir það sínu heimilislífi — °S hugsa fæðist þar og deyja. Það mætti halda, að það sé ekki fjölbreytileg tilvera að vera á þessum litlu og þröngu skipum. En það sér ekki á fólkinu. Það fullorðna er hressilegt og ánægjulegt að sjá, gengur að sínum störfum af áhuga og dugnaði, börnin eru þar sem önnur börn, hlaupa um allt og príla alstað- ar þar sem hægt er að komast og fót festir á. Einn dag meðan Fjallfoss lá í Rotterdam, voru tvær eða þrjár legtur á hlið hans og biðu þar. Gafst þá tækifæri til að athuga þetta nánar. A einni legtunni hafði húsmóðirin (líklega stýrimao- urinn) tekið til við þvott, og gekk það rösklega- Smá þvottahús var í hlið yfirbyggingarinnar, sem íbúðin var í, þar var þvottapottur, þvottavinda og svo önnur áhöld er tilheyrðu. Með frúnni var sma- putti, líklega 7—8 ára, og aðstoðaði hann við þvott- inn af miklum áhuga. Er lokið var þvotti var tauið hengt á snúru, og blakti í golunni. Þar voru rauðir vasaklútar og allskonar annar fatnaður og einnig sáust þar nylon undirkjólar, allt skínandi 12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.