Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 48
f -------------------------------N Gisting Hjá tryggða ríkri tvinna skorð tvær nætur fékk eg gist. Talerka sex hún har á horð hrauð og smjör kom þó fyrst. Hangikjöt feitt og magurt með mátti eg horða þar. Lundahagga og súr fékk svið sem og mér ætlað var. Eftir þetta eg einnig hlaut undirskál fulla af rauðum graut. Hræring og nýmjólk þáði þá það er mér sjaldan leitt. Kaffi og lummur komu nóg á katli var púnsið heitt. Yndisleg jómfrú um mig hjó ennið þá har eg sveitt. V________________________________________J dráttardýr, var eins og það átti að vera. Mannúðlegur skipstjóri var þess vegna vandfundinn. Stéttaskiptingin var jafn margbrotin og gráðurnar og launaflokkarnir voru margir. Léttadrengurinn var hunds- aður af öllum, hann varð að þegja þegar jafnvel yngsti og óreyndasti hásetinn talaði, sá varð aftur á móti að hlýða fullgildum hásetum, sem urðu að bera virðingu fyrir timburmanninum og seglasaumaranum. Og allir þessir voru þeir svo hundsaðir af lægri yfirmönnunum. A toppinum sat svo einvaldurinn, skipstjórinn, sem gat gefið fyrsta stýrimanni á’ann ef honum sýndist svo. Eftir hans flautu urðu allir að dansa, hann var hinn mikli temjari og leikstjóri sem gat sagt: hott, hott, allir mínir Ihestar. Það er auðvelt að skilja, að þegar útgerðarfélögin settu upp slíka stéttaskiptingu milli áhafnarinnar innbyrðis, þá var það í ákveðnum tilgangi. Það gat ekki myndast nein einingartilfinning, þegar hver stétt sjómanna gat undirokað aðra lægra setta. Tilhögunin leiddi til að áhöfnin gat ekki með öryggi talað við aðra um aðstæð- urnar um borð og hlutföll í launum og stöðum. Þetta var í hreinræktuðu formi, tilhögun eftir gamla máltæk- inu: Sundra og drottna. Þó að leiðréttingur þyldi hýðingu af stýrimanni eða skip- stjóra, þá var það ólíkt verra fyrir stolt hans að fá ofaní- gjöf frá háseta. Og bæri hann líkamlega yfirburði af hásetanum, kreppti hann ekki bara hnefana í buxnavasan- um og þagði. Það átti sér mjög oft stað, að hann gaf þá hinum miklu meiri ráðningu, en hann sjálfur hafði móttekið. Og slík innbyrðis slagsmál tóku skipstjórarnir ekki svo alvarlega. Þeir tóku það sem hluta af skemmt- uninni um borð. Þar fyrir utan túlkuðu þeir það þannig, að væri einhverjum lúskrað af undirmanni sínum, þa lækkaði hann í tign. Hnefarétturinn var það sem gilti og hver og einn sem sótti um stöðu á skipi varð að hafa hnefana í lagi. Fyrst þegar þetta gekk of langt, þannig að slagsmál milli tveggja voru á góðri leið með að þróast yfir í flokkaskiptingu og skipshafnarstríð, þa greip yfirboðarinn inn í. Fyrir utan þennan ruddalega kraft, hafði skipstjórinn annað ráð, sem hann notaði og misnotaði til þess að fullkomna einveldi sitt um borð. Hann gat hýrudregið mannskapinn eftir sínu höfði. Hann gat látið menn velja, hvort þeir vildu heldur vera hýrudregnir um hálfan eða heilan mánuð eða þola 10 vandarhögga hýðingu t. d., og það voru fæstir, sem völdu hýðinguna. Menn hugsa með sér, að síðan séu mörg hundruð ár. Nei, mikill hluti þessara mála var í fullu gildi allt til vorra daga. Árið 1850 samþykkti t. d. norska stórþingið ný sjóferðalög, sem voru kannske ætluð í vissum skiln- ingi sem mannúðarframför. I þessum lögum var slegið föstu, að skipstjórinn ætti að hafa sömu völd um borð, og húsbóndinn á sínu heimili. Þetta bannaði í sjálfu sér ekki, að skipstjórinn mætti beita líkamlegum refsi- aðgerðum sem áður, því að enn giltu lög, þar sem hús- bóndanum leyfðist að refsa börnum sínum og hjúum með vendi eða svipu, en ekki með vopnum. Enn í rúma hálfa öld gat skipstjórinn og stýrimenn hans drottnað yfir mannskapnum, skipað háseta upp í reiðann og látið hann sitja þar hálfan daginn, sparkað og slegið og beitt ákvæðisorðum eins og þá lysti. Sjómennirnir voru ekki alveg eins réttlausir og áður síðari hluta 19. aldar. Væri um mannslíf að ræða, varð skipstjórinn að standa fyrir máli sínu, og gæti misþyrmd- ur sjómaður sýnt slasaðan, já örkumla líkama, sem gerði hann öryrkja, gátu skipstjóri og útgerðarfélag verið dæmd til skaðabóta og skipstjórinn gat misst stöðu sína. En i vafamálum slapp hann oftast, því að meira mark var tekið á vitnisburði skipstjóra og stýrimanna heldur en hinna óbreyttu. „Það hafði orðið uppþot, skipstjórinn hafði kannske verið „heldur harðhentur", en þar sem hann óttaðist agann um borð varð hann að sýna hörku. Þetta með óttann um uppreist var góð uppfinning til að afsaka hverja refsingu. I dag er sjómaðurinn verndaður á allan mögulegan hátt. Réttarlega hefur hann sama rétt um borð, sem hver og einn borgari í landi. Áður fyrr urðu 20 menn að fram- kvæma 30—40 manna vinnu. í dag hafa lögin sett lág- markstölu um fjölda manna við hvert verk. Laun eru samningsbundin og fæðið er undir eftirliti. En allir sjómenn vita, hvílík barátta liggur að baki þessum kjarabótum. Andstaðan var oft hörð, en sjómenn, sem sigra svo marga hildi við Ægi, láta heldur ekki bug- ast við samningaborðið. En af og til getur það verið hverjum og einum hollt að bera saman nútíð og fortíð. Það er lærdómsríkur samanburður. H. Þ. H. þýddi. 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.