Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 30

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 30
Davíð Stefánsson: BRIMLENDING Bylgjufalda bátur klýfur borinn fram af þungri röst, titrar við og tekur dýfur, teygir hálsinn, upp sig rífur, líkt og hefði krampaköst. Knáir róa keipadýri kappar sex og einn við stýri. Brimróðurinn entist illa, útsog mikið bátinn laust. Ólag nýtt sést uppi hilla. Öldur skipið þóttufylla, borðaþykkt og bandatraust. Árablöðin brimið molar, burtu fjórum mönnum skolar. Öldujónum endasteypir önnur meiri heljarröst. Líkt og skel hún skipið gleypir, þó skili aftur straumasveipir í ofansjávar iðuköst. Enn hafa tveir í öldur sokkið, einn frá brotnu stýri hrokkið. Þó að yfir skerin skefli, skipið berist þangað senn, velti eins og kökukefli, kastist líkt og spónn frá hefli, á formaður sér fangstað enn. En nú er höndin kreppt um kjölinn, sem kunni bezt á stýrisvölinn. Þannig berst hann þriðjung nsetur, þreytir kapp við reiðan sjó. Ögra honum ægisdætur. En aldrei festi dýpri rætur íslenzk hreysti, íslenzk ró. Brimaldan sem hamra holar, honum upp í sandinn skolar. Þó að allir kjark hans kenni, kemur hann lítt á gleðimót. Hrekkur þessu héljarmenni hagl af brám og dögg af enni sorgin verður sjávarrót. En vart mun það á himni henda, að honum takist ekki að lenda. 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.