Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 29

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 29
hvítt og hreint. Meðan húsmóðirin hengdi upp þvottinn, skúraði strákur allt þvottahúsið að innan upp úr skúridufti, og var kappsamur við það. Er lokið var umstangi þar, og hver hlutur hreinn á sínum stað, var haldið til káetunnar, en farið var áður úr tréskóm, er verið var í við þvottinn og í snotra inniskó, en farið úr þeim áður en gengið var inn í sjálfa íbúðina. Ekki vantaði hreinlætið. Rétt fyrir hádegi er tekið til að matselda og alltaf var stráksi með. Um hádegið kom svo húsbóndinn um borð og með honum telpa 11—12 ára og réri hún bátnum frá landi, en auðvitað var stutt að fara. Eftir hádegi var farið að hreinsa og laga til á þilfari, og þvo íbúðina að utan, sem var hvít- máluð. Svona leið dagurinn, alltaf nóg að gera að hreinsa og fága og lagfæra. En um kvöldið sást enginn umgangur. Skipshöfnin líklega brugðið sér í land á bíó. A stærri legtum eru karlmenn við vinnu á þilfari bæði við að leggja að og frá, og eins er losað var og lestað, en þó ekki margir, og á þeim legtum var önnur íbúð framá, svo þar hafa verið aðrir en fjölskyldan, og því orðið að búa annarsstaðar. A einni nokkuð stærri legtu, líklega um 2000 tonn, sá ég frúna stjórna öllu er lagt var að. Hún var á stjórnpalli við stýri, og einnig stjórnaði hún hreyf- ingum vélarinnar. Piltur 11—12 ára aftur á og bóndinn framá. Og það heyrðust bara hressilegar fyrirskipanir frá stjórnpallinum, og var stráksi afturá alltaf á þönum, til að framkvæma hinar ýrnsu fyrirskipanir, en bóndinn framá og fór sér að öllu rólega, en allt gekk vel, legtan lagði að með prýði. í fljótti bragði virðist að líf þessa fólks sé ekki margbrotið eða viðburðaríkt, þar sem ekki er hægt að njóta þess félagslífs, er nútíðin heimtar. Eftir framkomu þessa fólks og útliti að dæma, er ekki hægt að sjá annað en það sé ánægt með til- veruna. Það gengur að sínum fábrotnu störfum af áhuga og dugnaði og finnur fullnægingu í vinn- unni — vinnugleðina — og er það ekki æðsta tak- markið í lífinu að vera ánægður og una glaður við sitt. Þegar við Frónbúar förum til fjarlægra landa, er þar margt að sjá, gott og gagnlegt, og væri vel farið, ef við tækjum sem mest af því heim með okkur. En þar er líka margt sem er af hinu gagn- stæða. Látum það kyrrt liggja. Það á ekkert erindi til okkar. í nokkrum línum er ekki hægt að gera grein fyrir því öllu, en tvennt er það, sem ég vil minnast á. í götuumferðinni kom það áberandi í ljós, hvað háðir aðilar, þeir gangandi og akandi, tóku mikið tillit hvor til annars. Þeir skilja að báðir þurfa að komast áfram, og hafa fullan rétt til þess, og Hajnarbrúin mi\la í Rotterdam. hliðra oftast til hvor fyrir öðrum, enda á vélaum- ferðin þar lengri aldur en hjá okkur, og má vera, að við höfum þar nokkra afsökun. Enda eðli okkar þannig, að við erum sumir að átta okkur og falla inn í þau viðhorf og aðstæður, sem hinum nýja tíma fylgja. Enda gjöldum við oft þunga skatta vegna þess, hin tíðu umferðaslys, sem oft má rekja til þessara ástæðna. Annað er framkoma fólks í verzlunum. Um leið og komið er inn, er komið á móti manni, spurt hvers óskað sé, og hvort ekki megi bjóða sæti, og vísað á þægilega stóla. Og sé afgreiðslan þannig háttuð, er maður afgreiddur sitjandi í hinum þægilega stól. Er lokið er viðskiptum, er maður búinn að hvíla sig, ánægður með lipra afgreiðslu, jafnvel þótt maður hafi þurft meira, en ætlað var í upphaf. Enn var eitt, sem ég kynntist í þessari ferð, og gat gert samanburð á af eigin reynslu, og það var hin mikli munur á aðbúnaði sjómanna fyrr og nú. Það er ekki ýkja langt síðan að sjómaðurinn varð að standa svo að segja óvarinn af öðru en sjó- hatti og olíufötum í stormi og ágjöfum, snjókomu og frosti og stara út í dimmuna, til að reyna að sjá og varast þær mörgu hættur, er steðja að á sjón- um, oft með svíðandi augu og sjóndaprir, votir og kaldir. En nú eru þeir inniluktir í hlýju húsi með hreinar rúður, léttklæddir og á inniskóm, og geta hlustað á músik og annað, er þeir vilja heyra frá hinum ýmsu útvarpsstöðvum allan sólarhringinn. Ef dimmir í álinn, er stutt á hnapp og ratsjáin fer í gang og þar sést flest það, sem í nálægð er og hætta stafað af. Þetta er gleðilegt tákn tímanna, og megi sjó- mannastéttin sækja enn lengra fram til að bæta lífsskilyrði sín og öryggi á sjónum og eflast að dáð og dugnaði. Þorv. Bjömsson. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.