Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 36

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Blaðsíða 36
Laugarássbíó frumsýnir á Sjómannadaginn Neyðarkall af hafinu Saga um menn í lífsháska Ef allir drengir í heiminum vildu fara til sjós og sigla, gætu þeir með bátum sínum byggt brú yfir höfin; ef allar stúlkur í heiminum vildu rétta hverri annari höndina; gætu þær myndað keðju, sem næði í kringum jörðina. Eitthvað á þessa leið hljóðar erindið sem franska skáldið Paul Forte orti og sem gefið hefur franska nafnið á hinni frægu verðlauna- mynd („Si tous les gars du monde . . .“) og það er þessi andi kvæðisins, sem ríkir svo sterkt í þessari merkilegu og heillandi mynd, er á íslenzku hefu hlotið nafnið Neyðarkall af hafinu. Laugarássbíó hefur fengið réttinn til að sýna þessa kvikmynd hér á landi og mun verða lögð sérstök áherzla á að unnt verði að sýna myndina á Sjómannadaginn, en mikil aðsókn og eftirspurn er eftir þessari mynd erlendis. Nú á tímum, þegar yfirgangsskapur, ofbeldi, tortryggni og samningsrof virðast ríkjandi í heim- inum, og fáir eru til að bera klæði á vopnin, en því fleiri til að skara í glæður haturs og úlfúðar, þá kemur kvikmynd sem Neyðaróp af hafinu eins og bjartur geisli í myrkrinu. Hún sýnir fram á að björgunar og hjálparandinn getur verið og á að vera öllum sameiginlegur, hvað sem líður landamærum milli þjóða og ólíkri aðstöðu og lífs- skoðunum. Það er þetta, sem fyrirfram gefur þessari spenn- andi frönsku mynd svo mikið gildi og setur hana á bekk með hinum allra æskilegustu kvikmynd- um er keppa beri að fá til sýningar. Menn skulu þó ekki halda, að þessi mynd sé þurr og leiðinleg siðferðisprédikun um bræðra- lags hugsjónna jafnt á landi sem á hafinu, nei, hún er svo hörkuspennandi barátta upp á líf og dauða, að hver og einn sem sér hana finnur sig sjálfan orðinn þátttakanda í atburðarásinni. Ahöfn lítillar franskrar fiskiskútu langt frá öll- um höfnum út á ólgandi Atlandshafinu verður allt í einu slegin bráðapest og einn eftir annan verða skipverjar fárveikir. Þeim tekst ekki að ná radiósambandi við land eftir venjulegum leiðum, heldur verða leikmenn á radió sviðinu, amatörar í órafjarlægð Suður í Afríku varir við neyðarskeytin frá skipinu, og nú byrjar kapphlaup milli radió amatöra margra landa víða um heim að reyna að fá skipið stað- sett og koma hjálp til þess nógu fljótt, en ástandið um borð í skipinu er svo alvarlegt, að á því má enginn brestur verða. Ekkert getur hjálpað nema sérstakt og dýr- mætt serum frá Pasteur-stofnuninni í París. Kvik- myndin er í raun og veru byggð á sönnum atburði, en utan um þann sannleikskjarna er spunninn hrífandi söguþráður til að gera myndina sem til- þrifamesta. Mörgum mun þykja einkennilegt að neyðar- kallið skuli þurfa að fara slíkar krókaleiðir til að ná fram þangað sem því er ætlað, en jafnvel það hefur oft komið fyrir í svipuðum tilfellum, um leið undirstrika þessi viðbrögð manna af margs- „Það gengur etyert að mérj' \veinar s\ipsdrengt*r inn, en matsveinn hristir hann: J geymsluna m þ‘g!" 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.