Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Side 47
Þegar skipst’jórinn var einvaldur um borð
Á þessum tímum náins og vaxandi samstarfs milli allra
stétta sjómanna, sem vinna sameiginlega að hagsmuna-
málum sínum og einstaklingnum er tryggt hið fyllsta
réttaröryggi, er ekki úr vegi að minnast hinna „gömlu
góðu daga“, eins og svo mörgum hættir við að segja, er
þeir minnast liðinna atburða.
Það er varla nokkur stétt, sem hefur eins litla ástæðu
til, og sjómannastéttin, að hugsa angurvært til hinna
svonefndu „gömlu góðu daga“. Að vísu er sjómannslífið
áður fyrr, lofsungið í kvæðum og lýst í háfleygum sögum,
sem ennþá hafa viss áhrif á áhrifagjarna æskuna. En
þetta er aðeins gylling. Veruleikinn var allt annað en
rómantískur.
Sagan segir frá, svo langt sem hún nær, um þrælkun
sólarhringum saman, um hýðingar með hnefum og svipu,
um ruddalega skipstjóra og stýrimenn, sem gátu í fullum
rétti slegið hvern lægra settan í dekkið, jafnvel til heilsu-
tjóns eða dauða, án þess að nokkur yfirvöld drægu þá
til saka. Hve margir sjómenn drukknuðu ekki við að
verða kjöldregnir, við þessa hræðilegu hegningu, sem var
leyfð á skipum margra þjóða fram í byrjun síðustu aldar?
Sökudólgurinn var bundinn á höndum og fótum og kastað
fyrir borð við skipið. Lóð var bundið við reipið, svo að
hann sykki nægilega djúpt niður — niður fyrir kjölinn
— og svo urðu félagar hans að draga hann í löngu tógi
eftir endilöngu skipinu og hífa hann upp aftur að aftan.
Það var mikið undir því komið, hve skipið var langt og
hve hratt dráttarmennirnir gengu með lunningunni, hvort
sökudólgurinn hafði möguleika til þess að sleppa lifandi.
En það var skipstjórinn, sem ákvað ferðina, hvort draga
ætti löturhægt eða hlaupandi, allt eftir því hve mikið
hann taldi afbrotið vera. Væri maðurinn dauður, þegar
hann var hífður upp aftur — gott og vel, þá var hann
bara saumaður inn í segldúk og kastað út aftur, gjarnan
undir smá kristilegri athöfn. Og þar með var málið leyst.
Hinar vinnandi stéttir voru réttlausir öreigar í öllum
löndum, og sá hluti þeirra, sem fór til sjós til þess að
hafa ofan í sig og á, mætti aðeins réttleysi, sem var tíu
sinnum verra, heldur en þeir þjuggu við áður. Skipið var
ríki fyrir sig, þar sem skipstjórinn var einvaldur. Að
sjálfsögðu voru til lög, er sögðu til um rekstur skipa og
hvernig aganum skyldi haldið um borð, en þau voru
alveg villandi á meðan skipstjóranum var falið að túlka
þau og framkvæma. Ef nokkrar hömlur voru á einræði
skipstjórans, þá voru þær svo óskýrar, að skipstjórinn
slapp alltaf, jafnvel þó að hann hefði framið hina verstu
glæpi. Og ef öll .skipshöfnin vogaði sér að bera vitni gegn
honum, þá bjó hann bara til sögu um uppreist. Hann
hafði verið neyddur til að refsa hinum verstu, en hinir
voru ekki miklu betri. Hinir — voru jú vitni, og þannig
gat það skeð að vitnin lentu í þrælkun fyrir tilraun til
uppreistar.
Sjaldan var það að skipshöfn lagði í slíka áhættu.
Stæðu skipstjórinn og stýrimenn hans saman, þá vissi
hver óbreyttur um borð, að þeir gátu leyft sér að gera
hvað sem var um borð án hegningar. Þess vegna höfðu
hásetarnir engin önnur ráð, ef aðbúnaðurinn varð óbæri-
legur, en að strjúka af í einhverri höfn einhvers staðar
á hnettinum.
En við stroki lágu þung viðurlög. Næðist maður, sem
hafði strokið, jafnvel ári seinna, þá var hann settur til
þrælkunar um borð án launa og afhentur „réttvísinni"
í hlekkjum við komuna til heimahafnar.
Til voru þau tilfelli, þar sem skipstjórinn hafði áhuga
á að þessi eða hinn stryki. Á langferðaskipunum, sem
gátu verið mánuðum saman á rúmsjó án þess að taka
höfn, lá kaupið í skúffu skipstjóra. Og hefði hann nú
gert einum eða fleiri lífið óbærilegt, lét hann þá fá land-
gönguleyfi í fyrstu höfn, en aðeins með litla vasapen-
inga. Styngju þeir af lenti afgangurinn í vasa skipstjórans.
Síðan réði hann aðra menn hjá umboðsmanni í landi,
eða „Shanghaiadi" þá hjá einhverjum samvizkulausum
knæpueiganda.
Enginn óbreyttur sjómaður hafði nokkur minnstu áhrif
á lifnaðarháttu um borð. Spyrði hann um það, þegar
hann réði sig, var honum auðvitað sagt að aðbúnaður
væri mjög góður, örugglega mjög góður. Aldrei hefur
þetta orð — góður — verið eins misnotað og til sjós í
gamla daga. Skipstjórinn hafði fjárhagslegan hagnað af,
að skipið sigldi á sem ódýrastan hátt, og það þarfnast
ekki mikils útreiknings til að skilja, að hann dró eins og
hann gat af fæðinu. Einkennandi er það, sem gamall
skipstjóri skrifaði í endurminningum sínum: „Duglegur"
skipstjóri gat, án þess að svelta mannskapinn, haldið lífi
í honum á ódýrastan hátt og samt náð aí honum alla þá
vinnu, sem unnt var.
Margir skipstjórar voru meðeigendur skipanna, og væru
þeir það ekki, fengu þeir prósentur af farmgjöldunum,
og það skýrir á margan hátt ástæðuna til hinnar tillits-
lausu þrælkunar á mannskapnum. Þeir skipstjórar, sem
sjálfir höfðu unnið sig upp allt frá léttadreng, gátu oft
verið hinir verstu harðstjórar, þegar þeir fengu valda-
taumana í sínar hendur. Ef til vill er það þó ekki svo
einkennilegt. Sálfræðilega má skýra það svo, að þeir
töldu sig „guðs útvalda menn“, af því að þeim tókst að
vinna sig upp frá þræl á dekki til skipstjóra. Þeir til-
heyrðu sem sagt ekki pakkinu framar, sem var fætt til
að láta berja sig og reka sig áfram, þar til þeir eltust og
gátu ekki meir. Tíðarandinn var hrjúfur, og það, að
sá sem stjórnaði fólki gat farið með það eins og máttlaus
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31