Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 57

Sjómannadagsblaðið - 02.06.1957, Qupperneq 57
undiralda. Ekki var viðlit að reyna að róa, því að enginn hafði gripið í ár áður, nema við Even- sen, og við höfðum nóg annað að gera. Við urð- um því að láta morra þarna. Allt í einu fannst mér vindblær koma á kinn mér. Segi ég þá við Evensen, að nú ætti að setja upp segl. Hann spurði hvort ég væri vitlaus, en ég gerði það nú samt. Og það skipti engum togum, að komið var hvínandi rok á norðan og létti þokunni. Fórum við nú að. slaga, en hvernig sem við fórum að, var vindurinn alltaf beint á móti okkur. Þegar bjarmaði af þriðjudegi, sá ég land. Even- sen hafði sofnað um nóttina, og nú ætlaði ég að vekja hann og hristi hann, skipaði honum að vakna, því að nú vær komið gott veður og land- sýn. En hann rumskaði ekki, heldur umlaði eitt- hvað í honum. Þá varð ég reiður og lamdi hann bylmingshögg í öxlina. Við það vaknaði hann og settist nú undir stýri. Misjafnt var það, hvernig fólkið á bátnum bar sig þennan tíma. Voru sumir með kveinstafi, og var það von, því að þeir voru helkaldir á fótum og höndum. Þriðji vélameistari andaðist eftir að við náðum landi. Hafði hlaupið kolbrandur í kal- sárin. Tvær mæðgur frá Akureyri voru með okkur, María Guðmundsdóttir og Jónína dóttir hennar. María var hugdjörf sem hetja, reri oft undir seglinu og söng, ef lygndi. Jónína bar sig hraustlega líka, en hún var kalin á fótum og gat sig ekki hreyft. Við vorum út af Vopnafirði, er við sáum fyrst land. Blöstu þar við okkur fjöll og hamrar vestan megin fjarðarins. Þar sáum við foss, og átti nú að reyna að komast þangað til þess að ná í vatn. Veðri var þannig háttað, að byljir komu úr ýms- um áttum, og var svo blæjalogn á milli. Við reyndum allt, sem við gátum, til að komast að landi, en það var ekki hægt fyrir straum og byr- leysi. Dóttir brytans gerði ýmist að brosa og gera að gamni sínu, þegar við nálguðumst land, eða hágráta, þegar við urðum að venda. En það var nú guðs mildi, að við skyldum ekki ná landi þarna, því að það hefði orðið okkur öllum að bana. Þar var stórgrýtisurð undir hömrunum og belj- andi brim. Þegar við vorum uppgefnir að ná landi þarna, var látið reka inn og austur fjörðinn. Nokkru seinna sáum við bát vestur af Bjarnarey. Tók ég þá ár, setti á hana ábreiðu og reisti árina upp í bátnum. Þá brá svo við, að báturinn reri til lands. Þótti okkur nú óvænkast. En báturinn hafði séð okkur. Hafði hann verið sendur til þess að svipast að okkur. Reri hann nú hið hraðasta í land, til þess að sækja meiri mannafla og kom svo á móti okkur með nýmjólk og aðra hressingu. Dró hann okkur svo að landi hjá Fagradal. Ég hafði ekki sofnað dúr allan tímann, eða frá því á föstudagsnótt. En ég var ekki syfjaður, og mér fannst ég ekki vera mjög þreyttur. Ég skil ekki enn, hvernig mér var varið þennan tíma, sem við vorum í hrakningunum. Það var eins og ég væri fokvondur allan tímann. Tvo skip- verja, kyndara og þjón, sem voru að þvælast fyrir mér í bátnum með roluskap, hafði ég barið svo, að þeir voru allir bláir og bólgnir, þegar þeir komu í land. Og ekkert hugsaði ég um hættuna, sem við vorum í, eða lét mér standa alveg á sama um hana. Þegar ég stýrði með annarri hendinni og jós með hinni á næturnar í glórulausri stórhríð og myrkri, svo að ekkert sá nema hvítfyssandi holskeflurnar, sem risu rétt við bátinn, þá var mér vel ljóst, að dauðinn var yfirvofandi, og ég bjóst við því, að hver aldan yrði sú seinasta, sem ég kæmist í kast við. En umhugsunin um þetta fékk mér ekki ótta. Mér stóð algerlega á sama um allt, nema að reyna að bjarga fólkinu, sem var með mér í bátnum. En í hvert skipti, sem ég sá birta af degi, var eins og hitastraumur færi um mig allan. Sú hressing var betri en nokkur „snaps“. Ég hafði alltaf getað verið á ferð og flugi um bátinn, en þegar ég fékk fasta jörð undir fætur, þá gat ég ekki staðið. Við vorum studd og borin heim að Fagradal og þar var gert allt fyrir okkur, sem unnt var. Allt heimafólk gekk úr rúmum fyrir okkur, og þegar ég var háttaður um kvöldið, fann ég fyrst, hvað ég var þreyttur og hugsaði sem svo, að gott væri að sofa — og sofa lengi. Klukkan var um ellefu, þegar ég sofnaði, en klukkan fjögur um nóttina glaðvaknaði ég. Gat ég þá alls ekki sofið vegna þess, að það var alveg eins' og verið væri að margstinga hendur og fætur með glóandi nálum. Það var frostbólgan, sem sagði til sín í rúm- hlýindunum. Mér varð litið á hendurnar. Þær voru ekki líkar höndum neins manns, heldur eins og hnallar. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.