Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Page 37

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Page 37
Rússneskir toghlerar í rússnesku fiskveiðitímariti er skýrt frá því, að gerðar hafi verið ýtarlegar og athyglisverðar tilraunir með nýtt fyrirkomulag á toghlerum botnvörpuskipa og hafi þeir reynzt sérstaklega vel. Þeir séu auðveldir í meðförum og stytti verulega tím- ann við að láta út og taka inn botn- vörpuna. Eins og sjá má af meðfylgjandi teikningu og ráða má af skýringu hins rússneska skipstjóra, sem gert hefur tilraunir með þetta, gengur togvírinn í gegnum sívalan hólk, sem tengdur er við brakketin. Þegar varpan er dregin inn, kemur þessi hólkur inn í sérstakan útbúnað í gálgarúllunni og stanzar þar, en los- ar jafnhliða um togvírinn, sem þá er hægt að draga hindrunarlaust áfram, þar til „rosskúlan“ kemur í gálga. Af frásögn skipstjórans má marka, að nokkrir byrjunarörðugleikar hafi mætt þessari nýju aðferð, sem eink- um séu þeir, að hlerinn missi stöðug- leika sinn við það að hanafótum og bakstroffum er sleppt, en því megi mæta með því að hækka yfirborð hlerans frá brakketti um 4 cm. og setja viðbótar þunga á hleraskóinn, ennfremur sé þess að gæta, að á norðlægum slóðum í frostaveðri eða ísingu þurfi að berja ísinn vandlega af hinum „automatiska“ útbúnaði eða smyrja hann með sérstakri feiti. En hagkvæmnin af þessari aðferð komi einkum fram í því, að ekki þurfi að tvílása úr, í sambandi við hlera og „ross“, en hægt sé að hífa vörpuna viðstöðulaust inn. Að losna við grandrópa og hlerastroffur, og þannig sé hægt að hreyfa bilið milli hlera og „ross“ eftir því sem henta þyki. Ennfremur að í því tilfelli, þeg- ar hlerafesta verður, sé 4 tonna á- taksútbúnaður í „hlerahólknum", sem sleppi hleranum sjálfkrafa nið- ur að „rosspatentinu", og með því sé verulega dregið úr hættu á tapi veiðarfæra og ýmsum erfiðleikum við að ná vörpunni úr botni. (Úr YVorld Fishing.). Sjónvarpstœkni um borð í togurum. Um borð í hinum nýja skuttogara og frystivinnslu skipi Junella, sem J. Marr & Sons hafa látið smíða og er útbúinn öllum nýjustu tækjum á sviði fiskveiða og fiskmeðferðar til framleiðsluvöru, er nú einnig verið að gera tilraunir með notkun sjónvarpstækja, til þess að fylgjast með botn- vörpunni í sjónum og ástandi aflans í fiskilestunum. Myndin hér að ofan sýnir sjónvarpsmynd úr frystilestunum. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.