Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 57

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1963, Blaðsíða 57
Sundíþróttin hefur ætíð verið í hávegum höfð á Sjómannadaginn. Pétur Eiríksson (í miðju á myndinni) hefur alltaf verið reiðubúinn til starfa fyrir Sjómannadaginn. — Sundmennirnir Eyjólfur Jónsson (til hægri) og Axel Kvaran (til vinstri), syntu Eng- Eyjarsund á Sjómannadaginn — og þökk sé þeim. farið allt lauslegt, þar á meðal lestar- borðin, brauð- og kjötkista, ásamt hluta af bátaþilfari bakborðsmegin. Svo vel vildi til, að ekki urðu telj- andi meiðsli á mönnum. Allir voru í hlífðarfötum, nema skipstjóri, sem var í stormtreyju, og var hann sá eini, sem blotnaði verulega. En að við vorum allir gallaðir, eins og það er kallað, áttum við að þakka, hvað brúin var gisin, svo að ágjöfin hafði greiða leið inn. Var nú gengið í það að negla fyrir gluggana og var það erfitt og illt verk, en hafðist þó að lokum. Ekki höfðu lífbátar skemmzt og var það örugglega því að þakka, að þeir voru útslegnir, sem kallað er. Eftir þessar athuganir og þær lagfæringar, sem gera þurfti, svo sem að byrgja loft- rör og fleira, fór skipstjóri niður að hafa fataskipti. Litlu eftir að hann er kominn upp bregður svo við, að það er engu líkara en storm og sjó lægi skyndilega, en í sömu mund rofar snögglega til; birtast þá rauð ljós, hvert upp af öðru, og var þarna um að ræða feiknarstórt skip, sem rak stjórnlaust undan sjó og vindi, og vorum við komnir ískyggilega nærri því. Til þess að forðast ásigl- ingu, var ekki um annað að ræða en að hringja á fulla ferð aftur á bak, og sluppum við giftusamlega frá þessu. En jafn snögglega syrti að á nýjan leik og sjór og stormur tóku til að nýju. Urðum við þess varir, að umhverf- is okkur var orðið krökkt af skipum og héldu 'þau í mótsetta átt við okk- ur. Það var ekki beint tilhlökkunar- efni að sigla út úr skipalestinni, eins og aðstæður voru, en með undursam- legum hætti sluppum við út úr þess- um skipahóp, sem vel gat verið frá fjörutíu til sextíu skip. Ekki var ljósglætu að sjá á þessum skipum utan týru, sem var á skut. Leið svo nóttin með svipuðu veðri, gekk á með dimmum éljum, en eftir klukk- an þrjú varð ekki vart við skipalest- ina. Ekki var það neitt einsdæmi, að skipin flæktust í skipalestimar, því eins og fyrr segir, voru þessi skip svo til ljóslaus, og ef skyggni var slæmt, þá var vont að forðast skipa- lestimar, en alltaf var reynt að kom- ast sem fyrst frá þeim aftur. Um morguninn lægði heldur veðr- ið og var siglt með þeirri ferð, er skipið frekast þoldi, var ýmist verið á fullri ferð eða hægri, eftir því sem kringumstæður leyfðu. Síðdegis, tveim dögum eftir að við lentum í skipalestinni, skeði það, að brotsjór reið yfir skipið og hafði þær afleiðingar, að rekkverk á hvalbak ásamt reykröri lögðust út af. Eftir þann atburð urðu engar skemmdir, og héldum við áfram ýmist með fullri, hálfri eða hægri ferð, allt eftir því sem veður leyfði. Til Hafnar- fjarðar komum við eftir 9 sólarhringa útivist. Venjulega vorum við innan við fjóra sólarhringa þessa sömu leið. Urðum við nú heldur fegnir hvíldinni og var fagnaðarfundur, þegar heim kom. Allt voru þetta fjölskyldufeður, sem í siglingunni voru, sumir ný- kvæntir, eins og ég, sem hafði gift mig um vorið. Ymsu hafði verið spáð um afdrif okkar. Skipstjóri sá, er í landi var þessa umræddu ferð, kom stundum í heimsókn á heimili mitt, því okkur var sérstaklega vel til vina. Þegar við höfðum verið sex sólar- hringa í hafi, kom hann í heimsókn, og berst þá í tal, að við séum nú búnir að vera nokkuð lengi á leið- inni. Fer hann síðan að tala um, að þetta geti svo sem verið allt í lagi með okkur, þer sem veðrið hafi nú verið slæmt, en eitthvað fannst konu minni hann uggandi um okkur, og fór þá fyrst að vakna hpá henni ótti um okkur og magnaðist því meir sem hún hugsaði meira um orð vin- ar míns, og voru þau þó áreiðanlega sögð í öðrum tilgangi en að vekja óþarfa ugg og ótta. Ekki á ég aðra ósk betri sjómannskonum til handa en að þær þurfi ekki að eiga það eftir, að eiginmenn þeirra, synir og aðrir venzlamenn þurfi að sigla í þriðju heimsstyrjöldinni. Nægilegt átak er það aðstandendum, að vita sína nánustu þurfa að heyja hina hörðu baráttu við vetrarveðrin ís- lenzku, þó ekki bætist við ógnir styrjaldar. Vonandi á íslenzk æska ekki eftir að þurfa þess lærdóms með, sem hvað nauðsynlegast telst með öðrum þjóðum, en á ég þar við hermennsku, þar sem menn eyða beztu árum ævinnar við nám í mann- drápum. Að endingu óska ég íslenzkum sjó- mönnum til hamingju með þennan hátíðisdag, og að starf þeirra megi halda áfram með sömu ágætum og hingað til. I. St. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.