Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 27
Þar var þá enn staddur Óskar Vigfússon. Varð mér þá litið aftur- fyrir skipið og sá ég að kafbáturinn var enn að færa sig yfir á stjórn- borða við okkur og við skreiddumst þá aftur yfir á bakborða í skjóli við flekann. I einni svipan leit ég yfir skipið. Allt var sundurskotið. Stjórnborðs- báturinn hékk í fremri davíðunni með skutinn í sjónum, en bakborðs- báturinn var sundurskotinn á þil- farinu. Klefinn okkar Guðjóns, sem var eins og áður var sagt, rétt aftanvið skorsteininn, stóð í björtu báli og sömuleiðis brúin, sem var nú kom- in að falli. Rétt hjá okkur lá lík Jóns Lárussonar, matsveins, sem hafði orðið fyrir skotum í einhverri hrinunni, eftir að fundum okkar bar saman þegar ég var á leiðinni aftureftir í fyrra sinnið. Kafbátur- inn var nú aðeins 60—80 metra fjarlægð frá skipinu og virtist þeim kafbátsmönnum það í mun, að skjóta allt kvikt og því færðu þeir sig í sífellu til að hafa skotmál á báðar síður togarans. Endalok. Reykjaborg sekkur í djúpið. Enn færði kafbáturinn sig yfir á bakborða og við skriðum í skjól stjórnborðsmegin við flekann. Allt í einu verð ég þess var, að Óskar tekur sig upp og fer niður í stjórnborðsganginn og sá ég að hann myndi ætla sér að fara út í lífbátinn, sem maraði í hálfu kafi við skipshliðina. Ég man að ég kallaði til hans að vera ekki að fara niður í bátinn. Hann hafði það að engu og kastaði sér fyrir borð og náði í bátinn sem maraði þar fullur af sjó. Sá ég að Óskar náði bátnum og sat í honum og voru höfuð og herðar upp úr sjó. Ég tók þann kost að vera kyrr við björgunarflekann, og ég reyndi að fylgjast með kafbátnum, til þess að verða ekki alveg berskjaldaður fyrir skothríðinni. í þann mund sá ég hvar ullarteppi, hattur og húfa, Uppdráttur af árásarstaðnum. lágu þar sem lífbáturinn hafði ver- ið. Hugsaði ég með mér, að þessu skyldi ég reyna að ná. Ég var berhöfðaður og þetta gæti komið að gagni, ef ég kæmist lifandi á björgunarflekann, en skipið var nú tekið að sökkva. Þegar ég var að ná í þetta, heyrði ég allt í einu kallað til mín með nafni. Þar var kominn Sigurður Hansson og hafði hann komið sér fyrir á flekanum. Ég stökk nú upp á flekann til hans og í sömu andrá sökk skipið í djúpið og var nú björgunarflekinn farkostur okkar, en ekki Reykjaborgin. Svo var um þessa fleka búið að þeir losnuðu sjálfkrafa, ef skipin sukku. Þrír á fleka. Meðan skipið var að sökkva reyndi ég að fylgjast með, eftir því sem unnt var, hvort einhverjir hefðu haldið lífi aðrir en við. En ég sá engan mann. Aðeins brakið flaut upp, eftir að skipið var horfið. Töldum við því að félagar okkar hefðu þar með hlotið hina votu gröf, allir sem einn. Bað ég Guð að blessa minningu þeirra. Við sogið sem myndaðist er skip- ið hvarf í hafið, skullu flekinn og báturinn með Óskari Vigfússyni saman og við náðum Óskari upp á flekann. Mun klukkan þá hafa ver- ið 2225, en það þýddi að árásin hafði staðið í eina klukkustund. Kafbáturinn var nú horfinn og við vorum einir á flekanum undir alstirndum himni Guðs. Ég man ekki lengur hvernig okkur var inn- anbrjósts andspænis dapurlegum örlögum og viðburðum seinustu stundar, en lífsvonin knýr mann áfram og kallar meira á athöfn en siðferðilegt uppgjör. Reiði okkar og skelfing náði ekki neinum undir- tökum. Fyrst varð það fyrir að athuga farkostinn, sem var lítill tunnufleki, SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.