Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 53
Egill Jóhannsson, skipstjóri, er nú hættur vinnu. Hann unir sér við allskonar tóm- stundastörf. Þar á meðal saumar hann út „krosssaum“. Hann hefur broderað borð- stofustólana heima hjá sér og er það ósvikið handbragð og listilcga unnið. Bróðir Egils var Freymóður heitinn Jóhannesson, listmálari, svo ekki þarf að leita langt til þess að finna listamenn í ættinni. Stýrið skrölti því laust. Káetan fylltist hér um bil af sjó og munaði minnstu að skipstjórinn drukknaði þarna í sinni eigin vistarveru, en með miklu harðfylgi tókst honum að brjótast upp á þilfarið og fram í til okkar. Hræðilegt var um að litast á þilfarinu. I raun og veru minnti skipið nú meira á vogrek, en skip í hafi. Skipstjórinn hafði greinilega orðið fyrir miklu áfalli og brotnaði eiginlega alveg niður um stundar- sakir. Missir mannanna þriggja hafði auðvitað djúp áhrif á okkur alla, en þetta var þó ekki rétti tíminn til þess að æðrast. Ég fór strax í það að skorða stýrið, sem barðist laust. Ég óttaðist að það myndi brotna af, sem það hefði ugglaust gert, ef það hefði haldið áfram að slást svona laust. Næst lá fyrir að dæla sjónum úr skipinu og við byrjuðum að dæla. Það var erfitt verk við þessar aðstæður og við skiptum okkur á pumpuna og héldum áfram allan daginn til klukkan 11 um kvöldið. Það tóku allir þátt í að pumpa, en við vorum nú aðeins fjórir eftir á skipinu. Kokkurinn var svertingi, algjörlega óvanur sjósókn, en hann reyndist duglegur við pumpuna og reyndar hinn vaskasti maður til allra verka. Á meðan við dældum, rak skipið stjórnlaust fyrir sjó og vindi, en varðist þó furðanlega áföllum. VII Þegar veðrið fór að ganga niður og komið var ferðaveður aftur, þá vorum við í rauninni stopp. Stýrið (rattið) hafði eins og áður var sagt brotnað af og nú varð að koma upp öðru stýrishjóli, en við höfðum ekk- ert til vara. Varð það úr að ég tók að mér að smíða nýtt ratt. Ég hafði á sínum tíma verið í vinnu einn vetrarpart hjá Erlingi nokkrum Friðjónssyni, sem stýrði á sínum tíma Kaupfélagi verkamanna á Akureyri. Hann var bróðir Guð- mundar skálds frá Sandi. Erlingur var kerrusmiður áður en hann fór að starfa að verslun og smíðaði mikið af kerrum. Þarna hafði ég kynnst því hvernig vagn- hjól eru búin til. Stýrisnafið sat eftir og nú tók ég að mér að smíða nýtt ratt. Verkfæri voru flest horfin, með dekkhúsinu sem tók fyrir borð ásamt verkfærum skipsins. Skip- stjórinn reyndist þó eiga sög og hamar, en aðalverkfærið var samt vasahnífurinn eins og svo oft. Ekki hafði ég neina gjörð og ekki var gripurinn fagur, en þetta var þó nothæft ratt og með því var stýrt til hafnar. Síðan var stýrið losað og farið að koma upp einhverjum segl- um. Það gekk hægt. Vitanlega gát- um við ekki haft uppi full segl með þennan mannskap, það var útilok- að. Ég tók nú við formennsku á vakt og stóðum við, ég og skipstjórinn vörð til skiptis. Þrjár stytíur höfðu brotnað í átökunum og lak skipið nokkuð þar um og hugleiddi skip- stjórinn um tíma, að sigla til Azor- eyja til þess að fá viðgerð og mann- skap, en ég klíndi einhverju í þetta og það hætti að leka að mestu og þá ákvað hann að halda áfram ferðinni til Spánar. Tók það okkur fimm vikur að komast þessa leið, frá því að ólagið kom á skipið. Með svona mannskap var auð- vitað ekki unnt að hafa nema tak- mörkuð segl uppi. Einn daginn rak okkur til baka og það var ekki fyrr en á þriðja degi, sem við náðum aftur til þess staðar er okkur hafði rekið frá. Með mér á vakt var ungur piltur, sem aldrei hafði kom- ið á sjó og varð ég því að fara sjálfur upp í reiðann og hagræða seglum. Lítið var um svefn og ég held að ég hafi að meðaltali sofið þrjá tíma á sólarhring þessar fimm vikur, sem við áttum eftir til Spán- ar. Það verður að fara yfir reiðann á hverjum degi á svona skipi, auk þess varð að taka sólarhæð og reikna stöðu skipsins og í þetta tvennt fór svefntíminn að mestu. Þegar til lands kom, var gert við skemmdirnar og við þóttum heimt- ir úr helju. Að vísu má segja sem svo, að vetrarferðir um Atlantshaf- ið væru ávallt sukksamar á segl- skipum og geta jafnvel verið það líka á minni vélskipum, ef menn hreppa verulega slæmt veður. Og maður kemur í manns stað og Herta hélt áfram að sigla, sagði Egill Jóhannsson að lokum. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.