Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 71

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 71
Hinum fjölmörgu vinum og samstarfsmönnum Lofts Júliussonar, skipstjóra, brá ónotalega við, er sú fregn barst um borgina þann 10. nóv. síðastliðinn, að kvöldið áður hafí hann látizt úr hjartaslagi að heimili sínu, aðeins 55 ára gamall. Skyndilegt fráfall Lofts var enn sárara vegna andláts Kristjáns bróður hans, aðeins nokkrum vik- um áður. Hefur mikill harmur sótt heim föður þeirra, okkar ágæta samstarfsmann Júlíus sem með okkur er hér í Sjómannadagsráði. Loftur var fæddur 18.8. 1919 í Vesturbænum hér í Reykjavík. Hann var sonur Elínborgar Kristjánsd., og eiginmanns henn- ar, Júlíusar Ólafssonar, vél- stjóra. Hann byrjaði sjómannsferil sinn um fermingu með Þorgrími Sigurðssyni, skipstjóra á b/v Baldri. Leið hans lá síðan í Stýri- mannaskólann í Reykjavík, en það- an lauk hann hinu meira fiski- mannaprófi með miklum ágætum vorið 1941. Að prófinu loknu hóf hann stýrimennsku hjá hinum landsfræga skipstjóra, Hannesi Pálssyni á b/v Gylli, og með hon- um var hann, er þeir sóttu fyrsta nýsköpunartogarann b/v Ingólf Arnarson. Nokkru seinna fór Loft- ur til Hull og var þar á togurum um tíma, en hélt síðan til Noregs sem leiðbeinandi um togveiðar, þar sem Norðmenn höfðu þá hug á að koma sér upp togveiðiskipum. Dvaldist hann þar í u.þ.b. eitt ár. Er heim kom, fór hann sem stýri- maður á b/v Marz, en um 1957 fór hann aftur til Englands. Þá var útgerð á frystitogurum að byrja og lá hugur hans til að kynna sér þá útgerð. Hann réðist því fyrst sem háseti á Fairtray I, en nokkru seinna varð hann svo fiskiskipstjóri á Fairtray I. og síðar á FairtraylL, sem var annar frystitogari, er út- gerð þessi lét byggja. Veiðarnar voru mest stundaðar við Ný- fundnaland og Grænland og út- haldstími í hverri veiðiferð 2-3 mánuðir. Loftur átti því láni að fagna að eiga dugmikla og indæla konu, Margréti Guðmundsdóttur frá ísa- firði, og sá hún um börn þeirra og heimili þau 5 ár, er hann stundaði sjómennsku frá Englandi. Loftur giftist Margréti í október 1944, og eiga þau 2 mannvænleg börn, Snorra, sem er flugmaður og Eddu, sem er í heimahúsum. Er heim kom frá Englandi, tók hann við skipstjórn á b/v Narfa og var með hann, þar til hann hætti sjómennsku 1966. Loftur var oftast fyrri varafull- trúi Öldunnar í Sjómannadagsráði, en sat flesta fundi þess hin síðari ár. Hann átti einnig sæti í erfiðustu starfsnefnd okkar samtaka — skipulagsnefnd, sem sér um flestar framkvæmdir við hátíðahöld sjó- mannadagsins. Hann var óþreyt- andi við sjálfboðaliðsstörf við bamaheimili samtakanna og sýndi raunar sín starfsár í landi sama áhugann og hann gerði á unglings- árum sínum, er hann tók þátt í íþróttakeppnum sjómannadagsins. Við áttum gott samstarf við Loft. Persónulega mat ég hann ákaflega mikils, m.a. vegna óeigingirni hans og drengskapar. Hann vildi hvers manns vanda leysa og ætlaðist ekki til sjálfboðaliðsstarfa af öðrum, nema að vera sjálfur í fararbroddi. Við flytjum Lofti þakkir fyrir hans fórnfúsa starf í þágu sjó- mannastéttarinnar og að áhuga- málum þeirra. Við söknum vinar og samstarfsmanns. En eiginkona, börn og aldraður faðir Lofts hafa misst sinn góða dreng. Þeim vott- um við samúð okkar og biðjum þeim Guðs blessunar í sorg þeirra. Böðvar Steinþórsson. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Bene- diktsdóttir og Steinþór Guðmunds- son kennari. Með foreldrum sínum fluttist Böðvar til Reykjavíkur árið 1933 og bjó þar til dauðadags. Sjómannasamtökin, bæði samtök okkar, en þó sérstaklega Farmanna- og fískimannasamband íslands, og stéttarfélög hans — bæði mat- sveina og bryta nutu um langt árabil hans gífurlega félagsmála- áhuga. En dýpst spor hefur hann sjálfsagt markað með þrotlausri vinnu sinni fyrir bættri menntun sinnar stéttar og fórnfúsrar vinnu sinnar í þágu Matsveina- og veit- ingaþjónaskólans. í tæp þrjátíu ár starfaði Böðvar heill og allshugar að félagsmálum og kom víða við. í bókinni „íslenzkir samtíðarmenn“ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.