Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 43

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1975, Blaðsíða 43
í litlu hvítu húsi á Oddeyrinni á Akureyri býr lorenz Halldórsson, sjómaður ásamt konu sinni. Börnin eru fyrir löngu komin upp. Það er orðið langt síðan hann flutti hingað í þetta hús með konuna og börnin og þótt húsið sé næstum inn í miðbænum, þá er hér friðsælt, ró og friður. Lorenz er 71 árs að aldri, hann er fæddur á Eskifirði 1904, en settist að á Akureyri árið 1927. Lorenz fór snemma að stunda sjóinn, eða að- eins 11 ára gamall á opnum bátum á Eskifirði, en 14 ára gamall fór hann í siglingar út í heim, er hann réði sig sem dekksdreng á danska skonnortu. Lorenz missti föður sinn aðeins fimm ára gamall. í þá daga urðu börnin að bjarga sér sjálf og reyna að standa á eigin fótum sem fyrst og ekki síst munaðarleysingj- ar. Lorenz var eitt ár í burtu í fyrstu reisunni út í heiminn stóra, kom síðan heim aftur, en hélt síðan í siglingar á ný og þá með Norð- mönnum og síðar sigldi hann á skipum Eimskipafélags íslands. Svo kom hann heim og settist að á Akureyri rúmlega tvítugur að aldri (23 ára). Lorenz er kunnur maður á Akureyri, einkum fyrir afskipti af félagsmálum, en hann sat um ára- bil í stjórn Sjómannafélagsins og sjómannadagsráði. Við hittum hann að máli á dögunum og erind- ið var einkum að ræða um Sjó- mannadaginn á Akureyri, og hann hafði þetta að segja um störf sin. Allt nema Bretavinna — í hana fór ég aldrei. — Ég kom til Akureyrar árið 1927 og hefi verið hér síðan og hefi lengst af stundað sjóinn, en unnið í landi á milli eins og gengur. Mitt fyrsta starf var að vinna við bygg- ingu Kristneshælis. Segja má að ég hafi stundað hér alla vinnu, nema Bretavinnu. í hana fór ég aldrei. Rætt við Lorenz Halldórsson, sjómann, sem sat 20 ár í sjómannadagsráði Akureyrar. Fór til sjós 11 ára og í siglingar út í heim 14 ára. ? Þetta er mynd af Lorenz, þegar hann var í langfartinni (siglingum). Myndin er tekin árið 1923 í Stokkhólmi. Á myndinni cr hann með tveim skipsfélögum sínum, Lorcnz er til hægri á myndinni. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.