Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 13
Sjómannadagurinn var haldinn
í 43. sinn sunnudaginn 1. júní.
Hátíðarhöldin fóru að mestu leyti
fram með hefðbundnum hætti.
Lóð Hrafnistu D.A.S. var skreytt
með fánum allt umhverfis dvalar-
heimilið og Jökulgrunn. Veður
var ágætt, þó nokkur vindstrekk-
ingur væri.
Kl. 10.00 lék Lúðrasveit
Reykjavíkur létt sjómannalög við
Hrafnistu Reykjavík og Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar við Hrafnistu
Hafnarfirði.
Kl. 11.00 hófst minningarat-
höfn um drukknaða sjómenn í
Dómkirkjunni, þar sem biskupinn
yfir íslandi, herra Sigurbjörn
Einarsson minntist sjómanna sem
drukknað höfðu frá síðasta sjó-
mannadegi. Á meðan biskup
minntist sjómannanna var lagður
blómsveigur að minnisvarða
óþekkta sjómannsins í Fossvogs-
kirkjugarði.
Eftir hádegi kl. 13,30 hófust
hátíðarhöldin í Nauthólsvík með
leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, en
áður höfðu aðildarfélög Sjó-
mannadagsráðs í Reykjavík
myndað fánaborg með íslenskum
fánum og fánum stéttarfélaganna.
Kl. 14.00 hófst útvarpsdagskrá
og setti Anton Nikulásson hátíð-
ina.
Síðan fluttu ávörp f.h. ríkis-
stjórnarinnarÓlafur Jóhannesson,
í fjarveru sjávarútvegsráðherra.
F.h. útgerðarmanna Ólafur
Björnsson útgerðarmaður í
Keflavík og Bjöm Þorfinnsson
skipstjóri, formaður skipstjórafé-
lagsins Öldunnar f.h. sjómanna.
Að ræðuhöldum loknum heiðr-
aði Garðar Þorsteinsson, ritari
Sjómannadagsráðs, aldraða sjó-
menn með heiðursmerki sjó-
mannadagsins, en að þessu sinni
hlutu þau þeir: Jakob Daníelsson
vélstjóri, Þorkell Gunnarsson fv.
matreiðslumaður, Eyjólfur Þor-
valdsson fv. skipstjóri, Erlingur
Jónsson bátsmaður og Ingólfur
Stefánsson fv. skipstjóri og núver-
andi framkv.stjóri F.F.S.Í.
Síðan hófust skemmtiatriði.
Skemmtibátaeigendur úr sigl-
ingarklúbbnum Snarfara sýndu
listir sínar á skemmti- og sjórallí-
bátum. Kappsigling var á seglbát-
um. Unglingar úr æskulýðsklúbb-
um Reykjavíkur og nágranna-
sveitafélaga kepptu á ýmsum
gerðum seglbáta undir stjórn og
eftirliti félaga í siglingarklúbbn-
um Brokey. Keppt var á þrem
gerðum seglbáta.
Kappróður fór fram á Naut-
hólsvíkinni og kepptu þar alls 10
sveitir.
í kvennaflokki sigraði sveit
B.Ú.R. og önnur var sveit Hrað-
frystistöðvarinnar.
I karlaflokki sigraði sveit
Sendibílastöðvarinnar h/f og
önnur var sveit Sigurplasts.
Skjöldinn „Fiskimaður Morg-
unblaðsins" hlaut til varðveislu til
næsta sjómannadags, róðrarsveit
Ásbjörns RE-50.
Seld voru á hátíðarsvæðinu
merki og blað dagsins, og gekk
salan sæmilega.
Fjölmenni var í Nauthólsvík að
vanda, þrátt fyrir setningu lista-
hátíðar á Lækjartorgi kl. 14.00 um
eftirmiðdaginn.
Einnig var veitingasala á svæð-
inu sem kvenfélagskonur sjó-
manna önnuðust og um kvöldið
var sjómannahóf að Hótel Sögu.
Sjómannadagsblaðið var selt
um land allt og var það vandað að
efni og frágangi.
Dagskrá Ríkisútvarpsins var að
hluta til tileinkuð sjómönnum á
sjómannadaginn, undir stjórn og
eftirliti Guðmundar Hallvarðs-
sonar, formanns Sjómannafélags
Reykjavíkur.
Sjómannadagurinn færir
skipulagsnefnd og þeim fjöl-
mörgu er veittu deginum lið og
styrktu hana, bestu þakkir fyrir
veittan stuðning.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9