Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 15
um af eigin hundaþúfu. Því miður hafa margir alþingismenn fallið á þvi prófinu að telaj að betra sé að vera þekktur en að leita sér þekkingar. Þetta hefursvo oft þær afleiðingar að í stað þess að ná þeim ár- angri í ákvarðanatöku og framkvæmdum ,sem stefnt hefur verið að, fá menn afleið- ingarsem illterað ráða bótá, þvíhverjum þykir sinn fugl fagur, sérstaklega ef þeir hafa sjálfir stoppað hann upp. Réttmæta gagnrýni er í raun skylt að koma fram með og er það m.a. eitt hlut- verka stjórnarandstöðu á hverjum tima. Slíkri gagnrýni má svara í sölum Alþingis. Fáir liggja betur við höggi ódrengilegr- ar og ómaklegrar gagnrýni en þingmenn enda oft útilokað fyrir þá að svara vegna stöðu sinnar og starfs. Annað verður alls ekki látið undir mæliker svo sem um af- köst og vinnuálag, að ekki sé talað um laun og má i því sambandi minnast orða eins fréttamanns sjónvarps í blaðaviðtali fyrir nokkrum vikum sem kvað þau hlægileg miðuð við sín. Þetta stafar einfaldlega af skorti á skilningi og þekkingu á hlutverki og til- gangi löggjafarþingsins. Sú spurning hlýtur að koma upp í huga ntanna hvort gagnrýni á Alþingi og störf þess á síðasta áratug sé nýtt fyrirbrigði, eða hafi þekkst áður. Allir sem hafa lesið, fylgst með og tekið þátt í íslenskri stjórnmálasögu vita að slíkt hefur verið til staðar gegnum tíðina, svo spurningin verður að beinast að allra síð- ustu árum. Það eru ekki margir sem nú sitja á Al- þingi í dag sem hafa setið þar lengur en sá sem þetta ritar. Ég fullyrði að þgm. í dag eru ekki verri þingmenn en þeir sem þar sátu fyrir t.d. 20 árum og margir yngri þingmanna eru afbragðs starfsmenn og þarf enginn að kvarta yfir þeirra störfum. Ef ég ætti að svara af bragði í hverju munurinn væri fólginn á þgm. í dag og þá, yrði svar mitt, að í dag væru þeir jafn- hæfari til starfins. I þá daga voru fleiri afburðamenn en nú er, sterkir einstaklingar, skilningsgóðir á mannleg vandamál, með mikla yfirsýn og þekkingu. búnir mannviti. Þeir virtust þurfa færri orð en menn dagsins í dag til að rökstyðja sínar skoðanir og hrífa aðra með sér t.d. sína meðþingsmenn. Sauðþrár sérhyggjumaður fellur ekki undir það sem ég kalla sterkan einstakling nteðal stjórnmálamanna. III Vafalaust hefur nýtt fyrirkomulag margra flokka á vali frambjóðenda til þingkosninga haft mikil áhrif á störf Al- þingis, ekki síður en þingmennina sjálfa og þá sem að baki þeim eiga- og þurfa að standa. Hið mikla kapp sem hleypur í marga þegar prófkjör nálgast fylgir oft vægðarlaus og ódrengileg gagnrýni jafn- vel nið og rógur á þing og þingmenn. Eitt og annað sem þá er sagt situr eftir i hugum manna, en þeir sem beitt hafa slíkuni vopnum og taka sæti á Alþingi hafa fundið óþyrmilega fyrir því, að þegar þeir sjálfir taka sæti í heita pottinum eru þeir búnir að kynda svo undir að sjálfa svíður. Áberandi ástæða þess að virðingu Al- þingis hefur sett niður er sú markvissa aðgerð óprúttinna valdastreitumanna að flytja vald frá Alþingi til einstakra ráðu- neyta og stofnana. þar sem lýðræðisleg gagnrýni er illframkvæmanleg fyrr en löngu eftir að misvitrar ákvarðanir hafa verið teknar og afleiðingar blasa við. Þessu fylgir oft hjá hinunt yngri mönn- um virðingarleysi fyrir hefðum þingsins, jafnvel fyrir þingsköpunum sjálfum. En eru þingmenn einsdæmi meðal þjóðarinnar ef hluti framkominnar gagn- rýni er tekin til greina? H vernig fer ef þeir sem þetta lesa líta í eigin barm og í næsta hring, á sinn vinnustað, til sinnarstéttarog í sína atvinnugrein? Er allt með felldu þar? Er náungakærleikurinn til staðar, fórnfýsi og sjálfsafneitun, vinnusemi, húsbóndahollusta og trúmennska, eða er það aðeins í stjórnmálamenn sem alla þessa eiginleika vantar? Ef við förum smá ferð í huganum um þjóðfélagið má m.a. sjá þetta: Á launamarkaðinum virðist sú stað- reynd vera nokkuð ljós, að þeir sem hærra Sjómannadagsráð undirskrifar samninga um 2. áfanga Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt verktökum og hönnuðum vcrksins. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.