Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 21

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 21
MarkúsBjamason Þótt auðvitað hafi það fyrst og fremst verið hin knýjandi þörf fyrir skipstjóra- lærða menn. ti! að fara með skútur, sem ruddi Stýrimannaskólanum brautina, er stofnun skólans þó rnjög sterklega tengd einu nafni. eða einum manni, sérstaklega, en það er Markús Bjarnason, skipstjóri og siðar skólastjóri (1849—1900). Saga Markúsar Bjarnasonar er hvort- tveggja í senn, sjómannasaga og saga um mann, sem brýst við örðugar aðstæður til mennta, og raunar er sú saga hin furðu- legasta. allt frá því er hann byrjar sjó- mennsku. ungur drengur. þar til hann verður fyrsti skólastjóri Stýrimannaskól- ans. Víða eru til heimildir um Markús og í afmælisriti er Einar Jónsson samdi í til- efni af 50 ára afmæli Stýrimannaskólans og samið var að tilhlutan Friðriks Ólafs- sonar. þáverandi skólastjóra og út gefið árið 1941, er ágæt grein um Markús. eftir bókarhöfund. Segirþarfrá uppvaxtarárum Markúsar, og öðru lífshlaupi, og fleiri hafa ritað um þennan merka mann. Markús (Finnbogi) Bjarnason var fæddur að Baulhúsum i Arnarfirði 1849. en flutti til Reykjavíkur um 1870 og gerðist stýrimaður á þilskipi þar 1872. „Nam reikningsreglu stýrimannafræði af síra Eiríki Briem (þá biskupsskrifara) og tók próf í stýrimannafræði 30. júlí 1873, að tilkvöddum prófdómurum, liðsfor- ingjum á herskipi einu dönsku, er oft var hér við land; fullkomnaði sig síðan 1 Kaupmannahöfn veturinn 1873—4 í seglasaumi og fl. Var eftir það skipstjóri á þilskipum í Reykjavík. Einar Jónsson. segir svo frá þessu ein- kennilega námi og prófi: „Það var mikil sjómannaætt, sem að Markúsi stóð. og ekki undarlegt. þótt honum kippti í kynið. Frá barnæsku vandist hann sjómennsku og var eigi eldri en 16 ára. er hann fór fyrst út á þilskipi, og þótti það á þeim timum óvenjulegur dugnaður og áræði af svo ungum manni. enda þá fátt um þilskip. og úrvalsmenn einir teknir á þau. Þau voru auk þess lítil, og aðeins haldið úti um blá sumartímann. Markús fann brátt gallana á þessari skipaútgerð og undi því ekki heldur vel að geta ekki aflað sér meiri þekkingar en hann hafði þá á sjómennsku. Hann virðist ekki hafa leitað til Torfa Halldórssonar. sem þá var koniinn að Flateyri og kenndi piltum sjómannafræði, en hafði allmikinn hug á að komast til Reykjavíkur og fram- ast þar, og það varð úr, að hann réðst í að flytjast þangað ásamt móður sinni, og var hann þá um tvítugt. Þetta reyndist vera gæfuspor fyrir hann. og Reykvíkingum og landsmönnum yfirleitt varð það einnig til heilla, að hann skyldi taka þetta fyrir. Þá var þilskipaútgerð að byrja hér syðra, og hafði Geir Zoéga kaupmaður fyrir nokkru keypt í félagi við aðra þilskip til fiskveiða. Þeir félagar höfðu danska skipstjóra, er gáfust misjafnlega. Loks trénuðust þeir upp á þessu og réðu til skipstjórnar Sigurð Símonarson, þann er áður var getið, vestan úr Arnarfirði, á annað skip sitt, Fanny, en höfðu á öðru nýju, er þeir höfðu keypt. Reykjavíkinni. danskan skipstjóra sem fyrr; var það Svendsen sá, er stýrt hafði Fanny 2 næstu ár á undan. Þetta mun hafa verið 1872. Samtímis varð Markús Bjarnason stýri- maður hjá Sigurði frænda sínum, og segir um Markús í Þjóðólfi:.....er hann talinn vel að sér orðinn í skipstjórnarmenntinni og efnilegur maður“. Sigurður var síðan skipstjóri á útveg Geirs Zoéga í full 30 ár. Markús hafði stöðugt í huga að afla sér frekari þekkingar, þar sem honum var það ljóst, að hún var frumskilyrði alls frama og einnig þess að geta orðið öðrum síðar meir að liði. En hér var ekki við lamb að leika sér. Það var enginn maður til í höfuðstaðnum sjálfum, sem veitt gæti tilsögn í stýrimannafræði. Fyrir drengi- legar aðgerðir Geirs Zoéga rættist þó úr þessu, og það er fyllilega réttmætt að segja. að hjálpin bærist úr óvæntri átt. Guðfræðingurinn Eiríkur Briem. skrifari biskups. tók að sér að kenna Markúsi og öðrum og hóf kennslu 1871 eða 2. Námið gekk bæði fljótt og vel. því að hvorki skorti kennarann alúð né nemandann kapp og gáfur. Markús var við nám hjá Eiríki í jan. og febr. 1872, að því er segir í Þjóðólfi. og frá því fyrir veturnætur 1872 og fram í öndverðan marzmánuð 1873. En um sumarið það ár hlutaðist lands- höfðingi samkvæmt beiðni G. Zoéga til um. að liðsforingjar á herskipinu Fyllu væru prófdómarar. er Markús yrði reyndur í stýrimannafræði. Hann gekk undir þetta próf þann 30. júlí. og voru prófdómarar C. Normann, liðsforingi á Fyllu, síðar formaður Sameinaða gufu- skipafélagsins, og C.F. Wandel, síðar vísi-aðmíráll. en þá sömuleiðis liðsforingi á Fyllu. Eiríkur Briem prófaði, og auð- vitað á dönsku. Allnákvæm skýrsla um próf þetta er í Víkverja, og þykir rétt að taka hana hér upp að mestu, þar sem um er að ræða merkisviðburð í menntunar- sögu íslenzkra sjómanna: „Næstliðinn miðvikudag, 30. f.m., var stýrimaðurinn á þilskipinu Fanny, sern herra Geir Zoéga hér í bænum er eigandi að, að nafni Markús Bjarnason. prófaður 1 stýrimannafræði, og eru tildrög þess þannig:“ (Næst segir frá þeini á líkan hátt og áður er greint. og síðan heldur höf. áfram.) „Það er því mjög stuttur tími, sem Markús hefir fengizt við stýrimannafræði, einkum þegar þess er gætt, að bæði varð hann að fara eftir danskri kennslubók og þurfti því jafnframt að venjast við að lesa dönsku. sem og að hann jafnaðarlega reri til fiskjar i hvert sinn, sem veður leyfði og afli var fyrir hendi. . . . Árangurinn af prófinu var sá, að yfirmennirnir (þ.e. á Fyllu) gáfu Markúsi þann vitnisburð, að hann fyrst og fremst hefði fullnœgt öllum peim kröfum, er gjörðar eru við hið al- menna stýrimannapróf í Danmörku, og þess utan ýmsurn þeim kröfum, ergjörðar eru við hið æðra stýrimannapróf." Hinir dönsku liðsforingjar munu í fyrstu hafa orðið dálítið undrandi yfir þvi að eiga að prófa mann í stýrimannafræði, er lært hafði þau hjá ólærðum manni í þessari grein, en að prófi loknu hafi þeir varla getað gert upp á milli þess, hvern bæri að lofa meira. unga íslenska sjó- manninn. eða kennara hans, guðfræðing- inn. Markús Bjamason byrjaði fljótlega að kenna Markús Bjarnason hóf fljótlega að kenna stýrimannafræði og útskrifaði, eða kenndi nokkur ár, áður en Stýrimanna- skólinn var stofnaður með lögum og hann orðinn þar skólastjóri. en til þess var hann í rauninni sjálfkjörinn. Hann mun hafa byrjað þessa kennslu að verulegu marki þegar árið 1885 og hlaut til þess nokkurn stvrk. Stýrimannaskólinn tók til starfa í sér- stakri skólastofu, er Markús Bjarnason hafði látið reisa á eigin kostnað við hús sitt. sem stóð við Ránargötu og var al- mennt nefnt „Doktorshúsið". Var Markús eini kennari skólans fyrstu árin. auk þess að vera þar skólastjóri, en árið 1897 er Páll Halldórsson ráðinn undirkennari við skólann. Páll varð síðar skólastjóri Stýrinianna- skólans. eða við fráfall Markúsar Bjarna- sonar. en hann lést langt um aldur fram árið 1900. Ýmsir er til þekkja, telja að Stýri- mannaskólinn í Reykjavík hafi mótast á farsælan hátt. og það þakka menn því, fremur en öðru, að til skólans hafa ráðist úrvalsmenn. skólastjórar og kennarar. Páll Halldórsson, stýrði skólanum frá 1900—1937. Þá tók við skólastjórninni Friðrik V. Ólafsson, skipherra, er stýrði skólanum frá því ári til æviloka árið 1962. Síðan hefur Jónas Sigurðsson, skipstjóri stjórn- að skólanum, en lætur nú af störfum fyrir SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.