Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 22
aldurs sakir. en Jónas varð sjötugur fyrr á
þessu ári. eins og frá er greint á öðrum
stað í blaðinu.
Fjöldi kennara hefur starfað við skól-
ann í langri sögu hans. bæði fastráðnir
kennarar og stundakennarar og margir
mikilhæfir menn hafa kornið við sögu,
sem prófdómarar og skólanefndarmenn.
Er ekki unnt að telja nöfn þeirra hér. þótt
vert væri.
Mikil breyting hefur að sjálfsögðu
orðið á kennsluháttum og tilhögun með
árunum, en skólinn hefur þó furðanlega
haldið stíl sinum og skipan á dögum nýj-
ungagirni kjaftafaga í skólum.
Stýrimannaskólinn flutti síðar í „Stýri-
mannaskólann" er stóð (og stendur) fyrir
suðurenda Stýrimannastígs í Reykjavík.
Þar var hann til húsa frá 1898—1945, er
skólinn flutti í núverandi Sjómannaskóla.
Flestir myndu nú telja að þá hefði
byggingu þessa húss verið lokið, en fjár-
veitingavaldið hefur að sjálfsögðu kosið
að eyða fé sínu fremur í Krísuvík og til
heiða, því eftir því sem næst verður kom-
ist, lauk byggingu þessa húss raunveru-
lega aldrei með þeim hætti, sem venja er
nteð opinberar byggingar og skólahús.
Á þessum árum hefur sjómannaskólinn
haft ómælt gildi fyrir atvinnulífið. Hann
hefur haft almennt menningargildi, haft
gildi fyrir siglingalist og fiskveiðar og
hann hefur komið sínu fólki til manns.
Á þeim 90 árum, sem Stýrimannaskól-
inn hefur starfað, hefur hann útskrifað
unt 3500 nemendur, (farmenn og fiski-
menn): Þessir menn hafa að sjálfsögðu
sett svip sinn á atvinnumál þjóðarinnarog
margir af nemendum skólans hafa orðið
frægir með þjóð sinni og komist til frama
á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins, því
menntun úr Stýrimannaskólanum hefur
komið að góðu gagni við allskonar störf,
til sjós og lands.
Þulu þessa fann Sæmundur K.
Jónsson, veggfóðrarameistari,
Rvk., í gögnum föður síns, Jóns
K. Guðmundssonar, skipstjóra frá
Arnarnúpi í Dýrafirði, en hann
var bróðir Bjarna M. Guðmunds-
sonar frá Kirkjubóli er skráði
þessa þulu, en höfunda þulunnar
er ekki getið. Þula þessi mun ekki
hafa verið áður birt á prenti.
Markúsyfir essi reiðar
út um hranna grundir breiðar.
Hrœðist ekki bárur bláar
né bylmings rokur háar.
Heldur kallar hann hátt að drengj-
um
herðið þið nú að öllum strengjum.
Upp með toppsegl upp með jagar
eins og þið sjáið best til hagar.
Upp með fokku upp með klýfinn
aldrei er ég sagður hlífinn.
Nú, nú, stórsegl meðan strekkjum
Neftunus veður undir rekkum.
Hrœddir séu ítar eigi
ég hefi ráðið stcerra fleyi,
en ég mun við stýrið standa
og stýra knerri eftir vanda.
Óíafur svo að aukist friður
undireins scektu flösku niður,
18 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
gefðu að bragða mönnum mínum
með því það sé að vilja þínum.
Dálítið ég dreypi t sjálfur
því dágott er að vera hálfur.
Margan þola mun ég slattann
því marga hef ég farið brattann.
Gamli Bjarni gcettu meðan
gott vceri ef þú fengir séðan
ísinn sem er allra fjandi
og einstök drepsótt hér í landi.
Litli Bjarni brasa máttu
burinn Greips þér hjálpa láttu.
Jón minn Pálsson jagarann strektu
Jakob Bikter sjálfan vektu
sá skal ekki sofa lengur
sei, sei, nei, nei, fjarska gengur.
Skútan undir voðum viðum
veltur hrönnin grcen með síðum.
Syngja strengir svigna rengur
seglin pínast tognar strengur.
Sveif í hendi hristist minni
eg held eg varla stýra kunni.
Þetta er Ijóta vinda vésið
við erum þá við Hafnarnesið.
Kindarhöfuð farðu að fýra
finnst mér harla kalt að stýra.
Ólafur láttu anker falla
og ofan rifið þið seglin bara.
Ut með bátinn ekki minna
Ástríði eg hlýt að finna.
Undireins vatn og ekkert gaman
eg vil þvo mér strax í framan.
Sœkið þið af mér fínu fötin
fleygðu kokksi bót á götin.
Hattinn svo á höfuð set eg
þvi hetjulegur orðið get eg.
Einn í bátnum aftan stend eg
alt skal gjöra sem eg bendi
annars fáið þið knefa að kanna
ef kunnið þið ekki siði manna.
Áfram áfram anga greyin
ekki meira stjórnborðsmegin.
Minna að aftan miðskipssláni
meira þú í hálsi bjáni.
Haltu við í hálsi glanni
eg held þú verðir ekki að manni.
Sofnaðu ekki útaf drengur
ekki hót að jullan gengur.
Nú er skammt að fríðu fróni
fljótara þú í hálsi dóni.
Herðið þið nú áykkar árum
undan þessum stóru bárum.
Áfram, áfram, upp á Iandið
ástar þar eg knýti bandið.
Uppskrifað af
Bjarna M. Guðmundssyni
Kirkjubóli í Dýrafirði.