Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 27
Þótt saga ýmissa byggðarlaga sé löng á ísiandi, eru þær byggðir fá- ar, þar sem ekki hefur svo til alveg ný saga tekið við af hinni gömlu. Meðal annars á þetta við um byggðir á utanverðu Snæfellsnesi, þar sem útgerð verður víst einna fyrst afgerandi þáttur í atvinnu manna, og iandbúnaður var allur í hjáverkum hafður, jafnvel jwtt margt væri um ágætar bújarðir. Meðal þessara sveita er Eyrarsveit, en inn í hana ganga nokkrir firðir og er kunnastur þeirra og stærstur Grundarfjörður, umgirtur háum fjöllum. Að lýsa þessu landi milli fjalls og fjöru, er örðugt. Fjaran er neðst morandi af lífi og á það jafnt við um grónar klettahleinar fjörunn- ar, fugla, skeljar og kuðunga, en ofan við hina lágu sjávarkletta er víða breiður og sléttur grashjalli og talsvert vallendi og víða eru hlíðar fjallanna grónar að neðan- verðu, en svartir flughamrar efst. Þar steypast ár og lækir niður á vorin, en efstu fjöllin nefna menn Helgrindur og þar leysir snjóa seint, en Helgrindur gnæfa yfir önnur fjöll í botni Grundarfjarðar. Þó er ef til vill annað fjall fræg- ara í Grundarfirði, en það er Kirkjufell, en fjallið minnir á gríðarstjórt turnlaust kirkjuskip og gengur fram með Grundarfirði að vestan og er tengt undirlandinu með lágu eiði. Er þetta geysi fagurt fjall á að líta með svörtum hamraþrepum og grænum sillum efst, og þar var áður arnarvarp, hefur mér verið sagt (og er kan- nske enn) og óvíða hefur þessi mikli fugl átt sér fegurri heim- kynni. Annars er það fjöllin Eyra- hyrna, Helgrindur, Stöðin og Kirkjufell, sem um lykja þennan fjörð og gjöra að sérstakri byggð, og eitt sinn hét Grundarfjörður Kirkjufjörður, sem ergott nafn, en hefur nú verið lagt af. Útræði og verslun í Grundarfirði til forna Mér hefur verið sagt að víða hafi verið róið í Eyrasveit, eða á svæðinu milli Búlandshöfða og Stykkishólms, en frægasta ver- stöðin hefur þó án efa verið í Grundarfirði. Undir Stöðinni, við vestanvert mynni fjarðarins mun verstöðin háfa staðið til forna, en þar er láglendi og vaðlar miklir. Versl- unarstaðurinn mun á hinn bóginn hafa verið á ýmsum stöðum í firð- inum, einkum þó hjá Grund, eða Gröf, fyrir botni fjarðarins. Eyrarfjall er síðan austan við Grundarfjörð, og vestan við Kol- grafarfjörð. Er láglendi þar víða með sjónum og til forna var þar mikil byggð og víða sjópláss, sem svo voru nefnd. Fjallið og sveitin öll eru kennd við landnámsjörðina Halbjarnareyri, sem er framan- lega í nesinu að austan, en þaðan voru Eyrbyggjar runnir. Þrátt fyrir að elstu verstöðvar, eða sjávarplássin hafi líklega verið á Snæfellsnesi, að þar hafi fólk fyrst flutt „á mölina“ og talið hag sínum betur borgið með því að treysta fremur á sjávarföng, en aðrar gjafir landsins, þá urðu framfarir á þessum slóðum fremur hægar, miðað við ýmsa aðra staði á landinu, þar sem sjór var aðeins stundaður í ígripum, en landbún- aðurinn var aðalatvinnan. í hálfrar aldar gamalli lýsingu af Eyrarsveit, segir á þessa leið, og þótti eigi sé fjallað útgerð sérstak- lega, sjáum við að framfarir hafa orðið stórstígar. En þarna segir: Byggðin í Eyrarsveit er mjög í hverfum, með Brimilsvallahátt- um. Ágætt er þar til búnaðar, en mjög afrækt sökum sjósóknar. Þó hafa orðið miklar jarðræktar- framfarir á síðustu árurn i Eyrar- sveit. Er svo um allar þessar sveitir kringum Jökulinn, allt frá Búðum til Grundarfjarðar, að landbúnað- ur allur hefir verið í hjáverkum hafður og er langt á eftir tímanum. Haldast þar margar vinnuaðferðir, sem annarstaðar eru aflagðar, og mörg verkfæri vantar, sem annar- staðar eru algeng orðin. Varla sér í sveitum þessum lagðan veg eða brú á læk allt að seinustu árum. Jafnvel götur þorpanna hafa ekki verið vagnfærar, enda eru bílar og hestvagnar þar nú sjaldséðar nýj- ungar. Byggingar víðast mjög hrörlegar. Nokkrar ágætustu jarða eru í eyði og margar lítt setnar. Líkir hættir voru til forna undir Jökli og á Reykjanesi. En segja má, að meðan öllu hefir þokað fram á Reykjanesi, hafi allt gengið aftur á bak undir Jökli. Og þó eru gæði landsins ólíkt meiri þar. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.