Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 28

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 28
Verður ekki önnur skýring á þess- um mun en sú, að Jökulbyggðir eru allra byggða afskekktastar. Þar hefir þess vegna verzlun verið hin versta og öll nýbreytni á þangað örðuga götu. Því leitar fólkið það- an, og þangað sem betur er hægt að fylgja tímanum. En þar mun um síðir koma, að sveitir þessar, sem eiga ágæta veðurátt mikla náttúrufegurð, og óþijótandi auð fólginn í jörðu og sjó, munu verða með hinum blómlegustu á land- inu. Grundarfjörður á 35. Sjómannadaginn Við lestur á þessari lýsingu, hlýtur hver maður að undrast þau umskipti, sem orðið hafa á útgerð og framförum öllum í verstöðv- unum á Snæfellsnesi. Sú skýring er vitaskuld augljós, að slæm hafnaraðstaða, vondar og örðugar samgöngur hafa orðið til þess að framfarir komu þarna síðar í þil- skipaútgerð, þ.e. útgerð stærri mótorbáta og togara. en á öðrum stöðum. Fjallaskörðí og vegleysur urðu ekki til þess að hraða framförum, því þessir staðir voru oft einangr- aðir að vetrarlagi og í vorleysing- um, frá öðrum byggðum landsins. Að vísu má segja að svo sé enn, að samgöngur á landi eru ótryggar yfir vetrarmánuðina. En smám saman hafa komið betri tímar á þessum stöðum. Ekki hvað síst í Grafarnesi, sem nú heitir Grund- arfjörður. Það er nú risið fallegt og mynd- arlegt bæjarfélag og munu íbúar vera um 700 (1979) en auk þess er þar oft fjöldi aðkomumanna. Þar er blómleg útgerð, malbikaðar götur, falleg, nýbyggð hús og vandaðar starfsstöðvar. Þá hefur hafnaraðstaða batnað til muna og er nú gerður þar út myndarlegur fiskiskipafloti, þar á meðal togari. Grundfirðingar halda að sjálf- sögðu upp á Sjómannadaginn á 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ hverju ári og í fyrra héldu þeir upp á Sjómannadaginn í Grundarfirði og var mikið um dýrðir og veður hið fegursta, sem og víðast um land. Má segja að hver einasti íbúi staðarins taki þátt í þessum há- tíðsdegi sjómanna, enda er líf svo að segja hvers heimilis, hvers mann, nátengt sjósókn og sigling- um. Hátíðahöld Sjómannadagsins á Grundarfirði árið 1980 hófust klukkan 09 00 með því að fánar voru dregnir við hún um borð í bátaflotanum á höfninni og á við húsin í bænum. Um kl. 10:00 söfnuðust menn saman við höfnina og var gengið í skrúðgöngu til kirkju, þar sem sjómannamessa hófst um kl. 10:30. Kl. 14:00 hófust síðan hátíða- höld við sundlaug bæjarins, en þar setti Guðmundur S. Guðmunds- son, varaformaður sjómannadags- ráðs á Grundarfirði hátíðina og bauð gesti velkomna. Þar kynnti hann dagskrá sjómannadagsins. Síðan flutti Jónas Guðmundsson, rithöfundur hátíðaræðu dagsins, og lýsti meðal annars áhyggjum ým- issa sjómanna út af vaxandi af- skiptum stjómvalda af veiðum, og þeirri hættu er leyfisveitingar til sjósóknar hafa í för með sér, eða geta haft. Að ræðu Jónasar lokinni, voru tveir aldraðir sjómenn heiðraðir með merki Sjómannadagsins, en það voru þeir Magnús Jóhannsson og Þorsteinn Ásmundsson. Magnús Jóhannsson var um árabil skipstjóri og útgerðarmaður í Hrísey á Eyjafirði, áður en hann kom í Grundarfjörð, en Þorsteinn Ásmundsson var um árabil háseti á togurum og öðrum skipum. Þá hófst keppni í stakkasundi, sem er árlegur atburður á Sjó- mannadaginn. Keppt var um veg- legan bikar, sem Ragnar Krist- jánsson gaf fyrir nokkrum árum og vann Stefán Tómasson hann nú í þriðja sinn, og nú til eignar, samkvæmt gjafabréfi er bikarnum fylgdi, er hann var gefinn. Þá var reiptog og lá reipið yfir laugina, þannig að sá sem tapaði var dreginn út í laug, við mikla ká- tínu viðstaddra. Það voru stúlkur úr fiskvinnslu- stöðvunum, sem kepptu í reiptog- inu og unnu stúlkurnar úr Hrað- frystihúsinu. Þá var koddaslagur og ýmsir leikir og skemmtu menn sér hið besta. Að aflokinni útiskemmtun- inni við sundlaugina, voru konur úr kvenfélagi staðarins með kaffi- sölu í matsal Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og var þar mikið drukkið af kaffi og borðað af kökum og brauði. Kl. 17:00 var Björgunarsveitin síðan með björgunaræfingu við höfnina og þótti hún takast vel. Hátíðahöldum Sjómannadag- ins á Grundarfirði lauk síðan með dansleik um kvöldið. Var fyrst dansleikur fyrir 15 ára og yngri og stóð hann til kl. 22::00, en á eftir var dansleikur fyrir fullorðna og stóð hann til kl. 02:00 um nóttina og skemmtu menn sér vel. Sjómannadagsráð á Grundar- firði var þannig skipað: Gunnar Hjálmarsson, formað- ur; Guðmundur S. Guðmundsson, varaformaður; Ingólfur Þórarins- son, Gunnar Magnússon og Öm Jónsson. J.G.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.