Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 31
Sjómanna Höín dagnrinn Hornai Höfn á Homafirði er ein feng- sælasta verstöð landsins og þar er sóttur sjór við örðug skilyrði á stundum, og hefur verið lengi. Þar er nú rekin fjölbreytt fisk- vinnsla á verðmætum sjávaraf- urðum, en það er bátaflotinn, sem stendur að fiskveiðunum, því Homfirðingar eiga ekki togara. Á Homafirði er stórgóður bátafloti og mjög vel gjörðar vinnslustöðvar. Þar á meðal eitt stærsta og fullkomnasta frystihús landsins. Það er þó vart fyrr en á seinustu 30 árum, að miklar framfarir urðu í sjávarútvegi á Homafirði. Fyrir tæpum 50 árum lýsir Jón á Ysta- felli staðnum á þessa leið: Homafjörður Norður frá Almannaskarði heldur áfram mjög hrikalegur og gróðursnauður fjallgarður, allt norður í austurhom Vatnajökuls. Fjöllin eru há, en sundurtætt á marga vegu. Vestan við fjöll þessi ganga fram skriðjöklar úr Vatna- jökli, en úr þeim jöklum koma Homafjarðarfljót, afskaplega breiður vatnsflói, sem dreifist um víðar eyra rog grynningar og er sífellt að breyta rásinni; oft eru álamir djúpir og illir yfirferðar. Neðar hverfur straumurinn og vatn fljótanna blandast sjóvatni í hinu mikla lóni, sem nefnist Homafjörður. Framan við Homafjörð er mjótt sandrif og aðeins þröngur ós milli fjarðar og sævar. Hið innra er nægt dýpi litlum hafskipum og höfn góð. Hafa Skarðsfjörður og Homa- fjörður sama ósinn. Héraðið beggja megin við fljót- in og fjörðinn nefnist einu nafni Homafjörður. Þar eru tvær sveitir. Nesin eru fögur sveit, vítt undir- lendi, grasi vafið; skiptast þar á hólar og balar með töðugresi og mýrarsund, og ber reisulega bæi hátt á hólunum. Út í fjörðinn teygjast iðgræn nes milli krókóttra voga, en grænar eyjar og hólmar eru með ströndinni. Fjöllin að byggðarbaki eru gróðurlausir en fagrir tindar, ýmist úr dökku blá- grýti, eða ljósu bergi með ótal lit- brigðum. Víðsýnt er af bæjunum á hæðunum og sér í norðri og vestri svarta tinda og hvíta jökulfossa. Þar er búsæld mikil, ágætar engjar og góð tún; hvergi á landinu ná garðávextir fyrr á sumri fullum þroska. Snjólétt er og útbeit næg. Neðst á láglendinu teygist fram oddi í fjörðinn. Við þennan odda er verzlunarstaðurinn Höfn. Þar er nú risið upp töluvert mann- margt þorp, og er þar mikið út- ræði um vertíð; þangað kemur þá fjöldi báta austan af fjörðum. Nú hafa þorpsbúar gengið á undan öðrum, með því að hefja stórfellda ræktun með samvinnusniði. — Frægust höfuðból á Nesjum eru prestssetrið Bjamames, sem mjög kemur við sögu Jóns Arasonar, og Hólar, skammt ofan við Höfn. Mýrar eru á láglendinu vestan við fjörðinn og fljótið. Þar eru flat- ar mýrar með holtum á milli. Standa bæimir margir saman í hverfum á holtunum víðast hvar. Ágætar engjar eru í sveitinni, en vetrarbeit engin talin. Um sveitina vestanverða falla margar jökul- kvíslar og er þar meiri víðátta sanda og aurvatna en grasengja. Mjög er það til baga búskap Homfirðinga, að þar skortir af- réttarlönd að mestu. Sjómannadagurinn á Homafirði 1980 Sjómannadagurinn hefur verið hátíðlegur haldinn á Höfn um margra ára skeið, og er ein aðal- hátíð kaupstaðarins, sem er skilj- anlegt, þar eð staðurinn byggir nær einvörðungu á sjávarafla og verslun. Þar er því fjöldi sjómanna og þeir setja svip á bæinn. Sjómannadagurinn 1980 var haldinn í björtu og fögru veðri og muna menn vart aðra eins veður- blíðu, og geta þó veður verið góð á þessum slóðum. Hátíðahöldin hófust á laugar- dag kl. 14.00 með róðrarkeppni og kepptu þar bæði karla- og SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.