Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 33
Tunnuflutningar
til íslands
Ustad í Sandeíjörd
kvennasveitir. Sigur úr býtum bar
sveit frá Skinney hf. en í kvenna-
flokki sigraði sveit frá frystihúsi
KASK (kaupfélagsins).
Á Sjómannadaginn, eða á
sunnudeginum, hófust hátíða-
höldin með hátíðamessu í
Hafnarkirkju kl. 10.30.
Klukkan 13.00 var farið í hóp-
siglingu báta útfyrir ós og sigldu
bátarnir fánum prýddir og var það
tíguleg sjón í góðviðrinu, en þeg-
ar í land var komið, var farið í
skrúðgöngu upp að hótelinu, þar
sem hátíðahöld dagsins fóru fram.
Ræðu Sjómannadagsins flutti
Guðjón P. Jónsson, sjómaður, en
síðan heiðraði formaður sjó-
mannadagsráðs, Bjöm Eymunds-
son, tvo aldraða sjómenn, skip-
stjórana Sigurð Lárusson og
Tryggva Sigurjónsson.
Þetta eru kunnir sjómenn, sem
stundað hafa sjó í mörg ár og gert
út báta frá Höfn.
Sigurður Lárusson var lengi
skipstjóri og útgerðarmaður í
Höfn. Átti t.d. Sigurfara, en hætti
útgerð þegar bátur hans fórst við
ósinn í apríl árið 1971.
Tryggvi Siguijónsson var einnig
um árabil skipstjóri og útgerðar-
maður á Höfn. Átti m.a. bátana
Ólaf Tryggvason og Helga en var
auk þess skipstjóri á mörgum bát-
um um langt skeið.
Þá fór Aðalbjöm Úlfarsson
með gamanmál, sagði frá „fyrsta
skipstjóranum öðrum til viðvör-
unar“ og fl.
Farið var í leiki, lúðrasveitin lék
og karlakórinn Jökull söng.
Þá voru veitt aflaverðlaunin.
Hlaut vélbáturinn ÆSKAN þau
fyrir humarveiði árið 1980, en
HVANNEY fyrir vertíðaraflann
árið 1980 (vetrarvertíð).
Að lokum fór fram knatt-
spymuleikur milli skipstjóra og
vélstjóra hjá KASK við mikinn
fögnuð og lauk leiknum með sigri
skipstjóranna 1—0.
Markið skoraði hin mikla
knattspyrnuhetja hornfirskra sjó-
manna Páll Dagbjartsson.
Að vísu voru menn ekki í mikilli
æfingu, en sýndu þó ýmis merk
tilþrif og takta, að sögn við-
staddra.
Sem áður sagði, sýndu veður-
guðirnir sjómannadeginum 1980
mikla velvild og fór hátíðin hið
besta fram.
Sjómannadagsráð 1980 skip-
uðu þeir Páll Eymundsson, for-
maður; Örn Ámason, Guðbjartur
Össurarson, Ágúst Þorbjörnsson,
Björn Ármannsson, Einar Karls-
son og Egill Jónasson.
JG.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27