Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 35

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 35
Óskar. Greifit Ámi Johnsen — Myndin Sigurgeir Jónasson „Sírákarnir voru á kaíi í þessu med mannf ’ Um Óskar Matt í Eyjum og aflaklærnar syni hans „Strákarnir voru á kafi í þessu með manni, alltaf niðri á bryggju og stundum þurfti að bíða lengi. Sigurjón var oft rek- inn út úr Skýlinu seint á kvöldin, en þá var ég með Nönnu,“ sagði Óskar Matthíasson skipstjóri og útvegsbóndi í Vestmanna- eyjum í upphafi samtals okkar þar sem ræða skyldi nokkuð feril hans og sona hans sem flestir eru skipstjórar og aflaklær og sá næst elsti Sigurjón, hefur í áraraðir verið Aflakóngur Vestmannaeyja. Óskar Matthíasson er Árnesingur að ætt, en fæddist í Vestmannaeyjum 22. mars 1921. Foreldrar hans voru þau Þór- unn Júlía Sveinsdóttir, Sveinssonar frá Ósi á Eyrarbakka og Matthías Gíslason frá Sjávargötu á Eyrarbakka. Gísli í Sjávargötu föðurafi Óskars var sonur Karels Jónssonar í Hvíld á Stokkseyri, en Karel var á sinni tíð afburða formaður og af flestum talinn bera höfuð og herðar yfir sína samtíðarmenn. Óskar missti föður sinn 24. janúar 1930, en hann fórst þann dag með vélbátnum Ara, frá konu og fimm bömum. Óskar varð því snemma að taka til hendinni við nytsama hluti, því víða var þröngt í búi á þessum árum, ekki sízt hjá ekkjum og föðurleysingjum. En móður hans tókst með dugnaði sínum að halda heimilinu saman og var slíkt ekki algengt í þá daga við fráfall föður og fyrirvinnu. Sextán ára gamall hóf Óskar feril sinn sem sjómaður á vélbátnum Emmu með Ragnari Þorvaldssyni. Hefur Óskar sagt að eftir hálfan mánuð hafi hann verið rekinn í land fyrir sjóveiki „og annan ræfildóm". Snemma beygðist krókurinn og Óskar Matthíasson er þekktur fyrir allt annað en að láta i minni pokann þegar sá gállinn er á honum. Ári síðar rætur hann sig á vetrarvertíð til Ingibergs á Sandfelli, frænda síns. Átti hann að beita á línunni en róa netatímann með þeim möguleik- um þó að fara í land í aðgerð ef sjóveikin réði ferðinni. En harkan sigraði og síðan má segja að Óskar Matt hafi verið á sjó alla tíð. Um 1940 gerðist Óskar vélstjóri og gegndi því starfi um nokkur ár, en vorið 1944 hófst formannsferill hans á vélbátn- um Glað sem Helgi Jónatansson átti. Gekk það vel um sumarið, en næstu vertíð var Óskar með Skuldina, síðan Glað aftur til ársins 1947 er sú staða kom upp í ver- tíðarlok að Einar Sigurðsson vildi selja alla báta sína og áttu þeir að kosta 100 þús. hver nema Freyjan sem var vélarvana og átti að kosta 45 þús. Þarna sló Óskar til með stórhug athafnamannsins og var það ekki í síðasta skiptið, en Óskar keypti Nönnu og sama dag eignaðist hann hús og fyrsta strákinn með Þóru Sigurjónsdóttur konu sinni sem hann kvæntist árið 1943, en Þóra er frá Víðidal í Vestmannaeyjum og eiga þau sjö börn, sex syni og eina dóttur. En saga aflaklóarinnar og at- hafnamannsins Óskars Matt er ekki nema hálfsögð án Þóru, því hún hefur verið ankerið í öllum rekstrinum, atinu til lands og sjávar, fasti punkturinn sem „kallinn" og strákarnir gerðu ungir út frá, ráðagóð, glaðlynd og sækin. Óskar sótti fast á Nönnu, hann hafði byrjað með tvær hendur tómar og varð að berjast fyrir framhaldinu. I kjölfarið kom Leó, gamli og nýi og Þórunn Sveinsdóttir. Óskar er einn af þeim aflamönnum sem hafa orðið Aflakóngar Vestmannaeyja og segir það sína sögu því mikið hefur ávallt þurft til og baráttan um það sæti hörð í hinum stóra skipaflota Eyjamanna. „Strax í barnaskóla fóru strákarnir að skera af netum og þeir voru farnir að fella SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.