Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 37

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 37
„Sannleiksstaðir?" „Já, þeir eru held ég 9Vi sjómílu í Þor- lákshöfn, dró öfugmælanafn af því hve kallinn og nokkrir fleiri lugu hrikalega til um afla á þessum slóðum. Þóttust aldrei fá neitt, en rokfiskuðu og auðvitað gekk það ekki lengi að lúra á staðnum. Annars hefur þessi veiðimennska að mestu leyti byggst á því að þreifa sig áfram. Menn eru fyrst og fremst heppnir en hafa þetta einnig misjafnlega mikið í sér. Ég víl meina að það sé einhver með manni í þessu án þess að maður skynji það fullkomlega sjálfur. Ég er svolítið hjátrú- arfullur og hef þá trú að einhver góður leiði mann áfram. Það hefur einnig haft mikið að segja hjá mér að hafa alltaf sömu mennina ár eftir ár. Að geta treyst þeim fullkomlega er ómetanlegt, en þegar þú spyrð mig um þetta í heild þá má segja að ég hafi verið heppinn að taka ákvarð- anir og það er það skemmtilegasta við þetta. Þegar vel gengur er allt skemmti- Matthías Óskarsson. legt, en þetta hefst ekki nema með hörku- sókn þótt það séu náttúrulega takmörk fyrir því hvað hægt er 'að sækja. Hvað veiðist er næstum sama, en þó er síldin mesta ævintýrið og þorskurinn er drjúg- ur.“ „Margir yngri menn vilja í útgerð“ „Það þýðir ekkert að pumpa mig, ég er ekkert að vola yfir tapi eða neinu,“ sagði hinn knái Leó sem er sá fjórði þeirra bræðra sem lagði snemma á sjóinn og hefur sýnt af sér hörku og dugnað eins og hinir, en Leó er tuttugu og sjö ára gamall. „Ég byrjaði með Sigurjóni þegar ég var Sigurjón tekur við Afiakóngsskipinu 1980 úr hendi Einars Gíslasonar. 15 ára, var á kafi í þessu eins og flestir peyjar og hefur alltaf líkað vel sjó- mennskan, enda hef ég verið á sjónum síðan, aldrei unnið i landi. Ég hef verið á bátunum og fyrsti stýrimaður á Klakkn- um með Sigga Vidó.“ Leó var skipstjóri á Leó þegar hann strandaði 1978 fyrir óheppni, en hafði þá þegar sýnt að hann er mikið efni í harð- sækinn skipstjóra. Hann vará Kristbjörgu í fyrra og síðan í haust hefur hann verið 2. vélstjóri á Surtseynni. Ég spurði hann um áhuga fyrir eigin útgerð? „Það er enginn bátur á lausu og segja má að nær enginn hafi byrjað útgerð hér eftir gos, aðeins örfáir og líklega hafa þeir hætt. Það er ekki eins gott að fá báta og áður fyrr og miklu erfiðara að komast í þetta. Skipin eru orðin svo mun dýrari en um leið betri en áður og það er ekkert gert til þess að auðvelda mönnum að gera út. Mér finnst þróunin þannig, að þeir eldri sem eiga eitthvað á bak við sig geta stækkað við sig en yngri menn geta ekki einu sinni byrjað. Fyrirtækin sem hafa fjármagnið á bak við sig geta gert hlutina en þetta er mikið hættuleg þróun. Ég veit um marga af yngri mönnum sem hafa áhuga á að komast í útgerðina en það er ekki heiglum hent.“ Ekkert verið að ýja að Háskólanámi“ „Ég byrjaði með kallinum eins og hinir peyjarnir,“ sagði Kristján í spjalli okkar,“ blessaður vertu það komst ekkert annað að hjá manni, maður var alinn upp í þessu, hrærðist í atinu og það var ekkert verið að ýja að því við mann að fará endilega í Háskólanna. Áhuginn var til staðar fyrir sjómennskunni og að eigin frumkvæði fór ég í Stýrimannaskólann ásamt Sigurjóni, en fyrst byrjaði ég til sjós með Gunnari á ísleifi. Hann var þá með Ver á humar og ég var kokkur, alveg að drepast úr sjóveiki en langaði alltaf aftur eftir nokkra daga í landi. Sem betur fer vandist sjóveikin af, enda ekki gerandi helvíti að vera sjóveikur í þessu. Ég byrj- aði svo formennsku sumarið 1970 með Blátind og tók síðan Leó um áramótin í einn vetur liðlega. Árið 1971 fór ég að huga að því að kaupa bát og réðist í að kaupa ísleif II með Adda Palla, og við Kristján Óskarsson. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.