Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 51
Mávurinn, skipið sem Bogi stýrði síðast og þá sem einn af aðaleigendum þess. framúr, fyrr en maður hafði feng- ið svar frá skipinu á undan. En þetta gekk allt saman vel. Þá fannst mér það merkilegt, þegar við komum til Chicago, og ég hitti hafnarstjórann þar. Þá sagði hann mér að ég ætti að fara á einhvem ákveðinn stað, sem ég man nú ekki í svipinn hvað hét, en til þess að komast þangað, varð meðal annars að sigla undir tvær býr. Ég vildi fá lóðs, en það var ekki hægt svo við urðum að pauf- ast þetta á eigin spýtur, sem gekk svo eins og í sögu. En þá er þess auðvitað að geta, að þegar þetta var, þá var sú dýpkun sem síðar varð á þessari siglingaleið ekki komin og umferð því takmörkuð. Nú ég var með Vatnajökul til ársins 1961, eða í desember það ár, en tók þá við stjóm á m.s. Langjökli sem var 2000 lesta ný- tísku frystiskip, smíðað í Dan- mörku fyrir Jökla árið 1959. Og með hann var ég þar til í ágúst- mánuði árið 1965 er ég hætti hjá Jöklum. Ég var fyrst í landi nokkra hríð. Var um tíma hafnsögumaður í Reykjavík en fór síðan á sjóinn aftur. Var t.d. með Dagstjömuna í síldarflutningum, en Dagstjaman hét áður Þyrill og var olíuskip. Einnig var ég í afleysingum með Akraborgina og fleiri skip. Árið 1969 stofnaði ég ásamt fleirum skipafélagið Víkur hf. og varð skipstjóri á fyrsta skipi þess Eldvík um tíma. Síðan seldi ég það, eða hlut minn í því félagi og stofnaði nýtt skipafélag með nokkrum mönn- um. Keyptum við flutningaskipið Mávinn, sem er 1400 tonn og þar hefi ég verið skipstjóri síðan, og má nú segja að skipstjóraferlinum sé að ljúka, en ég varð sjötugur 1. nóvember í fyrra (1980). Það er auðvitað margs að minnast þegar rifjaður er upp langur sjómannsferill og skip- stjóraferill. Ég tel mig hafa verið gæfumann og tel líka að hluti þeirrar gæfu hafi verið sá, að ég hafði sömu mennina lengi í kringum mig á sjónum — og í landi. Annars hefur það nú ávallt ver- ið þannig í mínu lífi, eins og í Hjörsey á Mýrum forðum, að skammt hefur verið til sjávar. Hin mikla saga hefur verið utar. Suma daga er mikið vor í lofti og upp- streymi, þótt aðra daga berji landið hafið eins og dreki. í Hjörsey voru stundum hundrað manns eins og ég sagði. Nú er ég einn. Konan mín, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, lést árið 1971 og hefur því farið hina miklu ferð, sem við öll verðum að fara, hvort sem við höfum verið í miklum ferðalögum um okkar daga eða ekki. Sigurbjörg var fædd 27. desem- ber árið 1910, svo við vorum alveg jafnaldrar og hún var dóttir Sigurjóns, skipstjóra í Brekkuhúsi í Vestmannaeyjum Sigurðssonar og konu hans Kristínar Óladóttur. Þannig að við vorum bæði úr Eyjum komin að stofni til, enda féll vel með okkur. Við giftum okkur 16. febrúar árið 1935 og eigurn einn son, og tvö börn höf- um við alið upp. Þetta er upp- komið fólk, nú orðið og það er byijað að fjölga hjá mér eins og hjá okkur í Hjörsey á vorin. Smá- fólk er út um allt og það veldur mildri gleði og bætir það sem maður hefur misst að nokkru. í raun og veru hefur sagan verið viðburðalítil. Það eru líka allar merkilegar sögur, því þær gerast, en verða aldrei sagðar til fulls, sagði Bogi Ólafsson, skipstjóri að lokum. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.