Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 56

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 56
suðaustan óttuðust menn Geir- fuglasker og drangana þar í kring og lögðu til útum á bakborðsbóg. Og það gerðu þeir á Haffara í þetta skipti. Þeir lögðu þannig til, að þeir þrírifuðu stórseglið og höfðu stormklýfinn bakk, það er áveðurs. Þannig vann hann á móti stórseglinu og varnaði því að skipið færi yfir vind eða yfir stag, eins og einnig var sagt. Stýrið var síðan bundið fast í bakborða. Þannig létu þeir hala um daginn út og austur, og leið dagurinn áfallalaust, enda Haffarinn vel- búið skip að rá og reiða. Þegar búið var að leggja til undir storm og ganga frá öllu sem traustlegast, voru sjaldnast uppi í einu nema eins og tveir menn afturá skipinu að fylgjast með seglum og öðrum skipum og skip- stjórinn var oftast í káetugatinu sjálfur að fylgjast með. Það var af það bezta, þegar skútumar tóku inná sig sjóa, væri þeim rétt hag- rætt, en í aftökum var sjaldan annað að gera en halda sjó á þeim, forðast landið. Skúturnar fengu því margt áfallið og mörg voru á þeim slysin. Það var um kvöldmatarleytið og í lok Lönguvaktar (12—7) að brotstjór reið yfir Haffarann. Dekkvaktin hafði skipzt á að vera uppi, tveir og tveir í einu að fylgj- ast með, og voru því flestir skip- verja niðri í lúkar um vaktaskipt- in. Venjan var við vaktaskipti að dekkvaktin skilaði skipinu þurru, dældi úr því sjó, sem síðast hafði undan fiski í lestinni, en einnig var oft einhversstaðar smáleki á skút- unum, þær vildu slá úr sér kalfatti og margar voru orðnar gamlar og farnar að láta á sjá, keyptar not- aðar frá Englandi. Haffarinn var þó í góðu standi, hafði verið vel við haldið. Um vaktaskiptin fóru þeir upp að pumpa, sem niðri sátu af dekkvaktinni. Kokkurinn var að færa upp soðninguna, eldunarað- staðan leyfði ekki neitt bríarí í matartilbúningi og kjörin ekki heldur. Fiskurinn var færður uppá djúpa bakka, sem þénuðu einnig sem grautardiskar. Einn mannanna sem þurfti upp til að pumpa með félögum sínum sagði: — Ég held ég fái mér nú soðn- ingarbita áður en ég fer upp. Maðurinn tafði þó ekki lengi við soðninguna, stakk uppí sig bita og fór svo upp. Rétt sem dekkvaktin kom á dekk skall brotsjór yfir skipið og tók með sér lúkarskappann og lagði skipið marflatt á stjóm- borðssíðuna, segl á sjó, tók létt- bátinn, braut hann í spón, brak úr honum lá í stórseglinu, einnig sópaðist burt fiskkassinn. Skipið náði ekki að rétta sig, fiskurinn í lestinni og saltið hafði allt kastast útí síðuna. í lúkars- gólfinu var hleri, sem var mjög rígur i, og náðist ekki upp nema með verkfærunj. Undir lúkars- gólfinu voru geymd kol. Nú varð það, þegar skipið fékk á sig brotið, að hlerinn þeyttist í loft upp og á eftir honum kolin og uppí kojur stjórnborðsmegin. Jóhann lá í koju frammí hosiló á bakborða og lá hann kyrr í fyrstu, því að hann taldi, að skipinu væri að hvolfa. En Haffarinn stöðvaðist og menn tóku að hlífa sig í snarheit- um. Það hafði ekki komizt mikill sjór niður í lúkarinn, þegar kapp- inn fór af, þar sem skipið kastaðist um leið á hliðina til hlés, en í lúk- amum var þó allt í graut, kol og skrínur og hlífar en hver greip það af hlífum sem hann náði fyrst, hver sem átti. Fyrsta verkið hlaut að vera að negla yfir lúkarsgatið. Varaseglin voru geymd í segla- stíu, sem var í þvergangi aftan við lúkarinn, milli lestar og lúkars. Þangað var sótt segl og skorið úr stykki til að negla yfir gatið. Ekki hirtu menn um, af hvaða segli þeir skáru og reyndust þeir hafa skorið af varastórseglinu. Þegar búið var að negla yfir gatið fóru mennirnir sem í lúkarnum voru afturí lest í gegnum lúguop, sem var á lestar- þilinu, nema tveir, annar meidd- ur, en hinn hafði látið hugfallast. Allar skóflur voru geymdar niðri i lest og þær voru nú undir öllum salt- og fiskhaugnum úti í stjómborðssíðunni. Nú komu 50 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.