Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 58

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 58
hann þekkti þar aðeins einn mann, ungan mann að vestan, sem var með honum á Brödrene um sumarið. Jóhann minnir, að það hafi verið í þessu veðri, sem skútan Langanesið missti út af sér 5 menn, en er þó ekki viss um það. Slys voru svo tíð á skútunum. Skýrslur sýna að þær urðu mestu slysafleytur íslenzkrar fiskveiði- sögu síðari tíma. Það reyndust verða meiri slys á skútunum en var á árabátunum, en það hafði menn sízt grunað. Jóhann Stefánsson kann líka dæmigerða togarasögu af erfið- leikunum við að komast heim af Halamiðum á gömlu togurunum þrautahlöðnum, eins og þeir voru jafnan á stríðsárunum, þegar þeir komu af veiðum. Hann var þá skipstjóri á Gamla Geir, sem var 308 tonn, eða nokkru undir með- alstærð togaraflotans á stríðsár- unum, en meðalstærðin var 322 tonn. Jóhanni segist svo frá: „Geir varð, eins og flestir tog- aranna, ákaflega krankur eftir að kolalestin var tekin undir fisk og kolaboxin minnkuð. Hann hlóðst einnig þá fram, og það gerðu þeir líka flestir eftir breytinguna, þegar kolaboxin voru orðin nær tóm í lok veiðitúra, því að þau tóku ekki meira en rétt dugði útí skikkan- legan túr. So var brúin járnvarin og hurðirnar voru úr hálftommu stáli og steypt möl ofan á brúar- þakinu. í lok túra voru hrein vandræði að ferðast á skipinu. Ég held ég hafi einu sinni gripið til ráðs, sem ég veit ekki til að neinn annar hafi notað. Við vorum á heimleið af Halanum og fengum flatskellu slæma, þegar kom fyrir Jökul. Það reyndist ekki viðlit að halda áfram á skipinu. Við vorum orðnir svo tæpir með kol, að ég þorði ekki að fara að slóa. Við urðum að halda viðstöðulaust til Reykjavíkur, ef við ætluðum að ná til hafnar á þeim kolum, sem egtir voru. Ég lét taka báðar stálhurðirnar frá brúnni og kasta þeim fyrir borð, síðan tókum við trollvírana af trommunum, drógum þá af hvorri trommu um sig, yfir poll- ana og síðan aftur á spilkoppana og renndum þeim niður öskuopin í loftventlunum og áfram niður í kolabox, , þar sem þeir voru hringaðir niður. Það munaði mik- ið um þessi þyngsli, sem þannig færðust af dekkinu og niður í botn á skipinu aftast. Stjórnborðstrollið var orðið lélegt og ég lét skera það undan, en þá rann sjór greiðar út- af skipinu. Eftir þessar aðgerðir allar gátum við haldið áfram á fullri ferð til Reykjavíkur.“ Það, sem hér hefur verið sagt af sjómannsferli Jóhanns Stefáns- sonar, skútuskipstjóra og togara- skipstjóra, er helzttil snubbótt, en 60 ára sjómannsferill verður ekki rakinn ítarlega í tímaritsgrein og það er líka svo, eins og Jóhann drap á í upphafi, að beztu sög- urnar taka gömlu sjómennimir með sér í gröfina. Á.J. FISKIMALÁSJÓÐUR Tjarnargötu 4 — Reykjavík Stofnsettur með lögum 23. maí 1947. Veitir ián gegn siðari veðrétti til stofnunar alls konar fyrirtækja, sem horfa til eflingar fiskveiðum og hagnýtingu sjávar- afurða og veitir styrki í sama tilgangi. Fé sjóðsins á að verja til eflingar sjávarútvegi landsmanna. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. Sendir sjómönnum bestu kveðjur á Sjómannadaginn 52 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.