Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 59
Vorið 1919 var ég skráður sem
háseti á seglskip er hét Elín og var
gert út frá Hafnarfirði til fiskveiða.
A skipi þessu voru um 20 menn, og
var áhöfninni skipt í tvo hópa sem
nefndir voru stjómborðs- og bak-
borðsvaktir, en skipstjóri var fyrir
þeirri fyrr nefndri en stýrimaður
fyrir þeirri síðar nefndu. Ekki veit
ég hvað olli því að þetta fyrir-
komulag var haft, en ég get mér
þess til að þrjár ástæður hafi getað
verið fyrir því, þ.e. veiðamar,
hagræðing segla og kojupláss. Ég
man ekki betur en við værum tveir
um hverja koju í lúkamum.
Því miður liggur lítið eftir sjó-
menn á skrifuðum blöðum, sjóar-
ar hafa alltaf kosið frekar að
handleika melspíru en penna. Það
má því vel vera að ég geti mér
skakkt til er ég reyni að færa
nokkur rök fyrir því að Hundavakt
hafi ekki verið heitin eftir því hvað
hún var leiðinleg, og er ég reiðu-
búinn að hálsa yfir og jafnvel kú-
venda ef aðrir bjóða betri leið til
hins rétta.
En með fullri virðingu fyrir lús-
inni sem öðrum lífverum á þessari
jörð og þrátt fyrir kristilegt lítillæti
einsog það að maðurinn komst
Hæðarmælir sólar.
Hundavaktin
Síðan var sólarhringnum skipt í
5 vaktir, sem allar höfðu sín heiti
og voru mislangar eftir því á hvaða
tíma dagsins þær voru teknar Þær
hétu: Hundavakt frá 0000—0400,
Lita eða Stuttavakt frá 0400—
0700 Morgunvakt frá 0700—1200,
Kvöldvakt frá 1900—2400.
Nöfn vaktanna skýra sig að
mestu leyti sjálf nema Hunda-
vaktin og þegar ég fyrir nokkru
heyrði að enskir sjómenn köll-
uðu þá vakt vöku yfir leiðum
framliðinna Grave yard watch,
sem að sjálfsögðu mætti kalla sér-
hverja vakt á sjó vaknaði hjá mér
löngun að setja mína skoðun fram.
Síðan þar við bættist, að annar
sjómaður íslenskur að vísu sagði
mér að forfeður okkar hefðu rétt
fram handlegg er þeir voru að
sigla milli landa, til þess að sjá
hvemig lúsin hagaði sér, því
hausinn á henni snéri alltaf í
norður. Sennilega hefur hér verið
átt við rétt norður.
ekki óstuddur milli húsa, kem ég
því ekki í mitt hnöttótta höfuð að
lúsin hafi leitt forfeður okkar
landa í milli, hitt skil ég mun betur
að herrarnir hafi hjálpað lúsinni
við landnámið.
Við sem búum í þéttbýli í bæj-
um og borgum, þar sem rafljós eru
kveikt um leið og sólin sest í vestri,
eigum að vonum erfitt með að
gera okkur í hugarlund af hve
miklum kunnugleik þeir litu til
stjamanna sem notuðu þær sem
tímamerki og vegvísa. Smalinn
sem stóð yfir fénu vissi hvaða
stjama átti að bera í beitarhúsin
þegar tími var kominn til að hýsa
féð og mjaltakonan vissi í hvaða
hnúk eða skarð stjömumar í
Orion beltinu áttu að bera í þegar
mál var að fara í fjósið.
En fáir munu þó hafa átt meir
undir björtum himni en sjómaður
á hafi úti. í rúm fjögur þúsund ár,
eða frá því vöruflutningar hófust á
sjó austast við Miðjarðarhafið og
við Persaflóa og þar til kompásinn
var kominn í almenna notkun á
13. öld, höfðu þeir ekkert annað en
stjömur og vindbáru til þess að
fara eftir er þeir voru að flytja
vaming staða í milli, gull til févana
fursta og menningu frá einu landi
til annars. Þegar Grikkir tóku þátt
í siglingum á Miðjarhafi um 8
hundruð f.Kr. þá bjuggu þeir til
hina svonefndu vindrós, sem sýndi
helstu vindáttir þar eystra. Sjó-
menn þurftu því að þekkja margar
stjömur og stjömumerki með
nafni og fylgjast með gangi þeirra,
en til þess að sjá hvort stjama væri
að hækka eða lækka notuðu þeir
spýtu, sem þeir héldu frá sér með
útréttum handlegg, eða þeir not-
uðu framhandlegginn, en hann
var þekkt lengdareining í Egypta-
landi frá ómunatíð, og séð hefi ég
því haldið fram að Nói hafi notað
það mál við smíði Arkarinnar, en
hvort það sé satt eða ekki þá er víst
að þessi lengdareining var notuð
við byggingu pyramida og við
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53