Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 65
Sjó
annadagurinn
Listahátíd 1980
í fjörutíu og þrjú ár hefur Sjó-
mannadagurinn verið hátíðlega
haldinn í Reykjavík, og lengst af
þeim tíma einnig um allt land,
fyrsta sunnudag í júní, með þeirri
undantekningu einni að væri
fyrsti sunnudagur í júní hvíta-
sunnudagur, skyldi Sjómanna-
dagurinn haldinn næsta sunnudag
á eftir. Orsök þessarar undan-
tekningar var sú, að þegar félagar
úr hestamannafélaginu Fákur
komu að máli við Sjómannadags-
ráð og bentu á, að Fáksmenn
hefðu helgað sér hvítasunnuhelg-
ina til kappreiða um árabil var
strax fallist á að spilla ekki degin-
um fyrir þeim Fáksmönnum með
því að láta Sjómannadaginn bera
upp á hvítasunnudag.
Sjómenn hafa ekki þurft að
kvarta yfir því þessi 43 ár sem þeir
hafa haldið daginn hátíðlegan, að
nein önnur samtök hafi truflað
fyrir þeim hátíðarhöldin, fyrr en
nú á síðasta Sjómannadaginn í
Reykjavík, þá bar svo til að sett
var svonefnd Listahátíð með
pomp og prakt í miðbænum í
Reykjavík í sama mund og sjó-
menn söfnuðust saman í Naut-
hólsvík. Það var eins og við mátti
búast að fólki væri meiri nýlunda í
setningu Listahátíðarinnar með
því auglýsingasprelli sem auglýst
var að henni fylgdi heldur en
hefðbundnum hátíðarhöldum
sjómanna, enda gætti þar minni
þátttöku en undanfarin ár.
Forstöðumönnum Listahátíðar
átti að vera fullkunnugt um, að
þeir voru að nota til setningarinn-
ar þann eina dag á ári sem sjó-
menn höfðu helgað sér áratugum
saman, en létu það einu gilda.
Ennþá er sú tíð að margir lista-
menn þjóðarinnar eru uppaldir til
sjávar eða sveita og bera virðingu
fyrir hefðbundnum atvinnuveg-
um þjóðarinnar.
Innan sjómannastéttarinnar
eru og hafa verið margir lista-
menn og sjómannasamtökin hafa
borið gæfu til að styðja við bakið á
sumum þeirra.
Elsta dæmið sem skráð er í
okkar gögnum er framlag til eins
okkar mesta listamanns Jóhann-
esar Kjarvals, er var sjómaður áð-
ur en hann hóf listnám. Hann
var þá að svelta úti í Kaup-
mannahöfn, og ætlaði að gefast
upp á náminu. Sótt hafði verið
um styrk úr ríkissjóði fyrir Kjar-
val, en því hafði verið synjað. Eft-
irfarandi er skráð í gjörðabók
Skipstjórafélagsins Aldan:
Mannfjöldi við Leifsstyttuna á Skólavörðuhæð á annan sjómannadaginn 1939.
Fundur 23. október 1912
„Einar Einarsson, skipstjóri
flutti kveðju til félagsins frá
Bjama Jónssyni frá Vogi, sem
hann hafði hitt fyrir skömmum
tíma í Noregi. Hann hefði skýrt
sér frá, að fátækur sjómaður
Jóhannes Kjarval, stundaði nú
málaralist í Kaupmannahöfn.
Hann hefði lítil efni og hefði sótt
um styrk til Alþingis en verið
synjað. Kennarar hans hefðu lok-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59