Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 73

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 73
1898 í Kaupamannahöfn. í barnaskóla var Aage í sérstöku uppáhaldi hjá teiknikennara sín- um; svo snemma hafa komið í ljós hans listrænu hæfileikar. Um fermingu sendu foreldrar Aage hann í læri í Konunglegu postu- línsverksmiðjuna og var hann þar í 5 ár. Aage segir að kaupið hafi verið lítið og erfitt hafi verið að þrauka þennan tíma. Það var þó bót í máli að verksmiðjan borgaði teiknitíma sem hann stundaði á kvöldin. Þar lærði hann m.a. flat- armálsteikningu, perspektiv- og fríhandarteikningu. Síðan lá leið Aage í Listaakademiuna i Kaup- mannahöfn. Lagði hann þar stund á höggmyndalist í 5 ár. Aage hefur á löngum lista- mannsferli sínum, haldið og tekið þátt í ótal sýningum, og unnið til fjölda viðurkenninga og verð- launa sem of langt mál yrði hér upp að telja. Listaverk eftir Aage er að finna á ýmsum stöðum á Norðurlöndum og víðar um Evr- ópu, bæði innan dyra og utan. Hér á landi eru nokkrar brjóstmyndir eftir Aage; Tvær þeirra eru í Heilsuvemdarstöðinni í Reykja- vík, önnur af Sigurði Magnússyni, lækni og prófessor, en hin af Magnúsi Péturssyni, bæjarlækni. Af fleira þjóðkunnu fólki sem Aage gerði brjóstmyndir, má nefna: Dr. Ólaf Daníelsson, Steingrím Jónsson, rafm.stj., Önnu Pjeturs, Sigurð Guðmunds- son, arkitekt og Ásmund Sveins- son, myndhöggvara og er hún nú á Þjóðminjasafninu. Þá gerði Aage líkan af Reykjavík frá 1787 og var það sýnt á 175 ára afmælishátíð Reykjavíkur. í framhaldi af því teiknaði hann bæinn á ýmsum tímabilum. Hefur verið sagt um þessar myndir að þær séu eitt merkasta framlag til sögu Reykja- víkur í myndrænum búningi. Árið 1920 giftist Aage Ástu Ás- mundsdóttur frá Stóra-Seli í Reykjavík og bjuggu þau í Dan- mörku. Þau eignuðust einn son, Baldur, sem er listmálari í Reykjavík. Konu sína missti Aage árið 1940. Hér á landi var Aage búsettur á árunum 1946—52 og alfarið frá 1960. Á þessum árum kenndi hann við Myndlista- og handíðaskólann, eða til ársins 1968, en þó eingöngu á kvöldin því dagana notaði hann til að vinna að eigin verkum. Hér hef ég aðeins nefnt fátt eitt af fróðlegum og farsælum æfi- og listamannsferli vinar míns Aage Nilsen — Edwin sem var fæddur Dani en er nú orðinn íslending- ur. Við Eskfirðingar eigum Aage ómældar þakkir að gjalda fyrir óbrotgjaman minnisvarða sem hann hefur gert fyrir okkur. Hafi hann hjartans þökk fyrir einstak- lega gott og eftirminnilegt sam- starf. Að endingu: Það er trú mín og von að þessi minnisvarði megi um langan aldur standa til minningar um þá mörgu og mætu sjómenn sem horfið hafa í hafið. Jafnframt að hann megi minna starfandi sjómenn á öllum tímum á trausta handleiðslu Guðs og þá ábyrgð sem þeir bera, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hilmar F. Thorarensen. Sjómannaminni Heill þér djarfhuga sveit, svíf á bládjúpin breið, þegar báran er hvít eins og fönn. Ykkar hamingjuleit út á hafnornaleið verði herjendum gullnáma sönn. Fram með hjarta og hug yfir hafdjúpin blá, þó að hreyki sér aldanna skaut. Því að sjómanna dug mun hin Ijósklœdda lá gulli launa við endaða þraut. Sýnið karlmennskudáð svo um komandi ár lofi kjark ykkar niðjanna fjöld. Krýni líknstöfum náð hans, er læknar öll sár ykkar Ijómandi framtíðarskjöld. Guðrún Magnúsdóttir. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.