Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 75
Engan veit ég á lífi þeirra, sem
mönnuðu Coot, og enga heldur
veit ég lifandi, sem voru fyrstu
vertíðina á togurunum þremur,
sem komu 1907, Jóni forseta,
Marzinum eða Snorra Sturlusyni.
Þórður Sigurðsson frá Blómstur-
völlum mun hafa verið síðastur
þeirra togaramanna á lífi, en hann
lézt fyrir rúmu ári á 94. aldursári.
Það er enn einn ofar foldu af
skipshöfninni á Snorra Sturlusyni
1908 og það er Theódór Friðriks-
son, sem gamlir togaramenn
þekkja helzt ekki undir öðru
nafni, en „Tjái“ sem er einskonar
stytting úr Theódór. Togarakörl-
unum hefur þótt „Teddi“ of
vesældarlegt.
Tjáa held ég fyrir elzta núlif-
andi togaramann, og þá er meint
með því, að enginn sé nú á lífi,
sem byrjað hafi fyrr á togara.
Tjái er fæddur 9. nóvember
1890 að Skaftholti á Seltjarnar-
nesi. Foreldrar hans voru Guðrún
Jónsdóttir og Friðrik Ólafsson,
útvegsbóndi í Bakkakoti. Bæði af
þekktum sunnlenzkum ættum.
Tjái er uppalinn í Vesturbænum,
þessum bæjarhluta sjómanns-
aðalsins fyrrum, og kynntist því
strax á bamsaldri við sjósókn.
Faðir hans, útvegsbóndi, reri úr
Stóru-Selsvör. Fyrstu veiðar Tjáa
voru þó ekki fiskveiðar heldur
veiddi hann kol til eldsneytis. Fá-
tækir drengir stunduðu það mikið
í þennan tíiiia í Reykjavík að pilka
upp kolamola, sem fallið höfðu
milli skips og bryggju við upp-
skipun og var þetta búbót þurra-
búðarfólki og segir sína sögu um
fátæktarbaslið.
Tjái fór í Maríuróður sinn á
12ta árinu með föður sínum, sem
þá var orðinn pólití á nóttum en
stundaði sjóinn í hjáverkum; átti
sér skektu og seldi fisk í bæinn.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 69