Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 77

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 77
Formaður Sjómannafélags Reykjavíkur Guðmundur Hallvarðsson, heiðrar Theodór Friðriksson. klukkan sjö næsta morgun, og þegar ég gekk afturí, kallaði Kol- beinn til mín úr brúarglugganum, hvort ég væri búinn að sofa nóg. Ég hélt það.“ Próf úr Stýrimannaskólanum tók Tjái vorið 1914 og hafði þá verið þrjá vetrarparta að dunda við þetta, hafði orðið að hætta einn veturinn vegna fjárskorts. Hann fór á Snorra Sturluson með Guðmundi í Nesi, þegar hann kom útúr skólanum og þeir fóru á síld um sumarið á Snorra. Það var það sumar, sem hvala- vaðan drap mennina á Haganes- víkinni. Það eru ekki til margar grein- argóðar frásagnir af því, að hvalir hafi drepið árabátamenn hér fyrrum, en Tjái varð sjónarvottur að slíkum atburði. Hann segir menn hafa haldið, að um svonefnda ástargöngu hvalanna hafi verið að ræða. Þá er sagt þeir láti öllum illum látum. Þeir létu reka á Haganesvíkinni á Snorra í góðu veðri og síld uppi annað veifið, þegar hvalavaða mikil gekk yfir víkina og segist Tjáa svo frá: „Skipstjórinn taldi óráðlegt að senda okkur í bátana frá skipssíð- unni vegna stórhvalavöðu, sem þarna fór yfir. Þessi hvalavaða stefndi inná Haganesvík, svo vestur með Málmeyjarrifi og inná Skagafjörð. Til að sjá voru þessar stóru skepnur í ægilegum vígahug. Þær fóru framhjá okkur með feikna hraða, orgi og bægslagangi og um alla vöðuna voru tveir og tveir að rífa sig uppúr þvögunni á loft, hangandi saman á kjöpt- unum að okkur sýndist, og létu sig svo falla í hafið. Lætin voru mikil. Ástarganga mun slíkt háttalag hvala kallað.“ Undir hádegi var farið að verða friðvænlegra á Haganesvíkinni og menn fóru í báta og þeir köstuðu á Snorra. Skammt frá þeim, grynnra, voru tveir menn á árabáti að dorga. Karlamir í nótabát- unum á Snorra gáfu nú um hríð að engu gaum nema síldinni. Þegar þeir voru að byrja að draga nótina heyrðu þeir hljóð „hvemig hljóð, sem það nú var, nema við litum allir sem einn í átt til mannanna tveggja á árabátn- um. Þeirri sjón gleymi ég aldrei. Að sjá bátinn svo til láréttan á lofti, eins og tvo til þrjá faðma yfir haffletinum og renna svo á annan endann í hafið aftur.“ Skipstjórinn á Snorra var ekki í bátunum, og hann hélt nú á slys- staðinn á togaranum, en hvorki mönnunum né bátnum skaut upp; léttbátnum á Snorra var slakað niður og róið um svæðið, en þar var ekkert að sjá á lognsléttum haffletinum. Það er sem sé ekki til að spauga með, þegar ástin grípur hvalina fremur en unglingana. Þegar ég segi þessa sögu eftir Tjáa kemur mér í hug saga, sem Jón Pétursson, vélstjóri sagði mér, en Jón er nú á Hrafnistu og kann frá mörgu að segja, því að maðurinn er skýr og sögumaður góður: „Það var hvalur, sem drap hann pabba, það er víst fátítt. Hann reri frá Grímsey á Steingrímsfirði. Þeir voru fjórir á, það var stutt róið, svo sem 20 mínútna róður frá eyjunni. Það var mikið um hval í firðinum, langreyði, og hún þarf að hafa eitthvað til að ráðast á, þeir létu oft út belg fyrir hana að leika sér að. Fólk úr landi, hún Sigga feita og hann Þorgrímur gamli, horfðu á, þegar hvalurinn renndi sér á bátinn og mölbraut hann. Þeir drukknuðu allir ...“ Þeir héldu hann rauðan, sagði mér maður, sem þekkti vel sjó- mannsferil Tjáa, og taldi það hafa valdið því, að Tjái varð aldrei skipstjóri, en líklegra er nú hitt, að Tjái hafi ekki verið með skip- stjórann í sér. Það voru margir ekki lakari menn á dekkinu en brúnni á togurunum í gamla daga og margir prófmennirnir, sem aldrei urðu skipstjórar. Það voru einu sinni 14 prófmenn á dekkinu á honum Venusi, en það geta ekki allir komizt í brúna, sem til þess læra, og það er heldur ekki öllum gefin þörf né hæfileiki til að ráða fyrir mönnum. Hvað sem um þetta er, þá varð Tjái aldrei skipstjóri, og sjaldan stýrimaður, en oftar bátsmaður, SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.