Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 80
Geir Sigurðsson Geir Sigurðsson skipstjóri, var fæddur að Skiphyl í Hraunhreppi í Mýrasýslu 8. september 1873, dó í Reykjavík 4. febrúar 1959. Foreldrar hans voru: Sigurður Jónsson, oddviti í Hraunhreppi, f. 29. maí 1839, d. 27. mars 1915 og kona hans Hólmfríður Sigurðar- dóttir frá Tjaldbrekku, f. 24. okt. 1844, d. 29. okt. 1937. Geir kvæntist í Reykjavík 14. nóv. 1906, og var kona hans Jónína Jódís Ámundadóttir, útvegsbónda í Hlíðarhúsum í Reykjavík, Ámundasonar. Synir þeirra hjóna voru Ámundi, Sigurður og Magnús. Jónína, kona Geirs, var f. 25. okt. 1895, d. 20. mars 1918. Frostaveturinn 1881 missti Sigurður á Skiphyl meginið af fjárstofni sínum svo sem fleiri, flutti til Reykjavíkur og var þar síðan. Geir fór fyrst á skútu 1890, en 1894 fer hann á Stýrimanna- skólann í Reykjavík, og tekur þar hið meira fiskimannapróf 1895. Úr því er hann fyrsti stýrimaður, en innan tveggja ára skipstjóri, og var það jafnan síðan með ýms skip á þorskveiðum og síldveiðum. Geir var fyrsti maður, sem stundaði síldveiðar með reknetum í Faxa- flóa, og mun jafnframt hafa gert fyrstu tilraun með síldarsöltun á djúpmiðum við Faxaflóa. Um 1918 gerist Geir útgerðarmaður í Reykjavík, en ekki kvað mikið að honum á því sviði, og verður Geirs lengst og mest minnst fyri( þátt- töku hans í félagsmálum og ein- stakan áhuga á því sviði. Hann var einn af stofnendum Fiskifélags ís- lands, átti lengi sæti í sjódómi Reykjavíkur, og hafnamefnd, sat í bæjarstjóm 1914—1920, einn þeirra sem beitti sér fyrir stofnun Slysavamafélags íslands og meðal stofnenda þess. Þá var hann skipaskoðunarmaður fyrst fyrir Þilskipaábyrgðarfélagið við Faxa- flóa og lengi síðan. Tvennt er þó ótalið, sem er nokkuð sérstætt. Geir fékk á sínum tíma sýnishorn, forskrift, hjá Magnúsi landshöfð- ingja Stephensen, og varð lista- skrifari. Afleiðingin var sú, að hann var ritari í öllum félögum, sem hann var við riðinn og stund- um áratugum saman. í mörgum gerðabókum má lesa rithönd Geirs ár eftir ár. Þá eru og til skipsdag- bækur, sem Geir færði af einstakri elju, og er þar margan fróðleik að finna um veðurfar, hafdýpi og annað, sem máli skipti. Hitt er það, sem óvíða er nefnt, að árið 1894, þá á fyrsta ári í stýrimanna- skóla, er hann einn þriggja manna, hinir voru Jón realstúdent Jónsson og Ottó N. Þorláksson sem boða til fundar og á þeim fundi, sem haldinn var 14. nóvem- ber 1894, er stofnað Sjómannafé- lagið Báran, og er þessi saga og afleiðingar hennar hin merkasta. Ottó N. Þorláksson var líka nem- andi í stýrimannaskólanum, og er þeir Geir höfðu lokið prófum og gerst skipstjómarmenn, þá skiptu þeir um félag og gengu í Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Aldan á fundi 27. okt. 1896. Eftir þetta má segja að Geir Sigurðsson hafi alltaf gegnt trúnaðarstörfum í félaginu, stjóm og nefndum um áratuga skeið. Áhrif hans, bein og óbein, á félagsmál og athafnalíf, verða hvorki mæld né vegin, en þau vora mörg og mikil. Geir var og sýndur margvíslegur heiður á efri ámm og Fálkakrossi var hann sæmdur árið 1933. Þegar ritað er um menn eins og Geir Sigurðsson þá er vandinn að velja og hafna því af mörgu er að taka, og sú varð raunin á um Thorolf Smith, sem skráði endur- minningar Geirs, því sú bók er vægast sagt hnökrótt og stiklað þar á stóm. Skrásetjari játar vand- kvæði sín fúslega, og hafði þó þekkt Geir um 15 ára skeið. Geir Sigurðsson hefur verið fjörmaður og glaðvær, nokkuð hagmæltur en lítt beitt því, og hafði þann hæfi- leika að geta sagt skemmtilega frá jafnvel litlum hlutum. Þetta er náðargáfa ef svo má segja, og afar erfitt, raunar tæpast hægt, að skrá slíkt á blað svo að það skili sér. Thorolf Smith flutti þætti úr endurminningum Geirs í útvarp, og segir gagnrýnandi að þeir hafi verið mjög svo sæmilegir, en bætir við: „Litla hugmynd gefa þeir okkur um persónulega töfra hinn- ar munnlegu frásagnar þess skemmtilega gamalmennis, sem þeir em kenndir við.“ Gagnrýn- andinn var Steinn skáld Steinarr, og talar hér svo sem vænta má frekast frá fagurfræðilegu sjónar- miði. Það má næstum gera ráð fyrir að skáldið hafi lítt gert sér grein fyrir, jafnvel ekki vitað um hin margvíslegu störf og athafnir Geirs Sigurðssonar í íslensku þjóðlífi, og munu þau verk þó halda nafni hans lengi á lofti. 74 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.