Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 84

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 84
Því fjær sem hver einn ættjörð er, því ástríkara í huga ber, hann æ sitt ættarland. íslenska þjóðin hefur lýst yfir ævarandi hlutleysi sínu við aðrar þjóðir, enda er hér enginn vopna- burður, herafli né herskip, en því megum við aldrei gleyma íslend- ingar að okkur er lífsnauðsyn að halda velgerða samninga og vin- áttusambandi við allar þjóðir, á því getur oltið frelsi og fullveldi þjóðarinnar. Sennilega bíða oss margir sigrar og þá jafnframt ósigrar, en hvemig framtíðin mun reynast er oss öllum hulið. Leggj- um krafta vora fram til þess að hefja þjóð vora í sólarátt og segj- um með þjóðskáldinu: Græðum saman mein og mein metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan, plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman. Þetta sé kjörorð vort á komandi sumri og í framtíðinni. Já minn- umst þess að hver þjóð sem í gæfu og gengi vill búa á Guð sinn og land sitt skal trúa. Það er þessi lífsstefna sem hafið hefur þjóðina upp í gegnum rót aldanna og hún mun ennþá verða farsælust í framtíðinni og í því trausti er oss óhætt að halda vegferðinni áfram á hinu nýbyijaða sumri. Það er eðlilegt að vér horfum með nokkrum kvíða til framtíðar- innar. Því hlutur smáþjóðanna er oft herfilega fyrir borð borinn eins og vér höfum glögglega séð, af viðkvæðum síðari tíma. Ófriðar- blika er í lofti og veður öll válynd. Það er því lífsnauðsyn að vér stöndum saman um þau mörgu verkefni er þurfa úrlausnar við. Oss vanhagar um svo margt, sam- takavilji getur svo miklu til vegar komið. Hugleiðum það á þessum alvörutímum. Og þó oss finnist dimmt og dapurlegt víða í heim- inum nú, þá skulum vér treysta því að aftur muni birta. Reynum að sigrast á erfiðleik- unum og það getum vér, ef vér erum nógu samtaka og brestur eigi þrek og þor. Treystum því að öll él birti upp um síðir. Stöndum fast saman um þau mál, sem oss eru hjartfólgnust og sem vér vitum að landi og lýð er fyrir bestu. Því: Líkt og allar landsins ár leið til sjávar þreyta, eins skal fólksins hugur hár hafnar sömu leita. Höfnin sú er sómi vor, sögufoldin bjarta. Lifni vilji, vit og þor, vaxi trú hvers hjarta. Að svo mæltu vil ég biðja alla viðstadda að hrópa ferfalt húrra fyrir fóstuijörð vorri. Blessist og blómgist Island J ---- Kominn að landi Er geislamir sindra á sænum þú siglir heim í vorljúfa blænum. Ó þú, sem af hjarta ég þrái, ó þú, sem ég elska mest og dái. Hvenær kemur pabbi, mamma mín margoft spyrja litlu börnin þín. Við sjáum þig sífellt í anda á súðinni hugprúðan standa. Nú loks ertu kominn að landi og líf þitt er frelsað frá grandi. Frá stórsjó og svalviðrum snúinn og sorg mín er á burtu flúin. Sjómanns konan sjaldan sefur rótt situr ein og vakir marga nótt. Hún biður, hún biður af hjarta að burtu hverfi vetrarmyrkrið svarta. í kvöld þegar klukkumar hringja í kvöld við skulum dansa og syngja. Og kvíða ekki kvöl eða grandi því kominn ertu vinur minn að landi. Allir eiga ljúfan œskudraum ár þó líði hratt í tímans straum. Ég kvíði ekki kvöl eða grandi því kominn ertu vinur minn að landi \ 78 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.