Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 86

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 86
Minning Tómas Sigvaldason loítskeytamadur Þann 11. dag júnímánaðar 1980 lést hér í Reykjavík Tómas Sigvaldason loftskeyta- maður. Tómas var fæddur í Reykjavík 26. desember 1907. Foreldrar hans voru Ingi- leif Tómasdóttirættuð frá Seli íGrímsnesi og Sigvaldi Jónsson verkamaður og sjó- maður ættaður úr Skagafjarðarsýslu. Tómas lauk barnaskólaprófi frá Mið- bæjarskólanum í Reykjavík og loft- skeytaprófi lauk hann vorið 1926. Hann stundaði á unglingsárum verkamanna- vinnu og sjóróðra á opnum báturn þar til hann fór í loftskeytaskólann haustið 1925. Starfsferill hans sem loftskeytamanns var á togurunum og lengst af á botnvörp- ungnum Baldri eða um 10 ára skeið. Eftir það stundaði hann vörubifreiðaakstur með eigin bifreið hér í Reykjavík meðan að heilsa hans leyfði til dauðadags. Tómas heitinn var mikill starfsmaður í félagsmálum. Hann var einn þessara góðu félaga í Félagi ísl. loftskeytamanna, sem alltaf var boðinn og búinn til starfa fyrir það og alltaf jafn áhugasamur um vöxt og viðgang félagsins. Öllum hér er kunnugt um forgang og forystu félags- manna í Félagi ísl. loftskeytamanna fyrir tilurð og stofnun Sjómannadagsins. Þótt Henrý Hálfdánarson beri þar höfuð og herðar yfir þá sem þar komu við sögu hefði hann aldrei komist það sem hann komst öðruvísi, en að hafa sér við hlið trausta, ábyggilega og fórnfúsa félags- menn. Einn þeirra var Tómas Sigvalda- son. Hann var fulltrúi í Fulltrúaráði Sjó- mannadagsins frá byrjun. Hann fylgdist 80 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ með félagsmálum í Loftskeytamannafé- laginu þótt hann væri hætturá sjónum og lagði þeim lið er hann gat. Tómas gegndi margskonar trúnaðarstörfum fyrir Sjó- mannadagssamtökin og vann þeim ótrú- lega mikið. Það mætti tíunda mörg mál, er Tómasi voru kær, og ofarlega í huga. Má þar nefna vinnu hans að styrktarsjóði vist- manna á Hrafnistu og bamaheimilið í Laugalandi í Holtum, sem síðar varð til þess að við festum kaup á Hraunkoti í Grímsnesi, sem vargæfuspor. Tómas var samviskusamur fulltrúi í sjómannadagsráði. Hann fylgidst vel með öllum reikningum, hann lagði oft fram spurningar sem ekki lágu á lausu að svara vegna þess að hann skoðaði vel og ígrundaði ákveðna liði. Annar þáttur í okkar starfi í dag, sem hann átti ekki síst þátt í að komst á, var að sá háttur var upp tekinn að gefa ýtarlegar skriflegar árs- skýrslur um störf stjórnarinnar. En Tómas benti margoft, bæði í mín eyru persónu- lega og á stjórnarfundum á mínu fyrsta starfsári, á nauðsyn þess að alltaf lægi fyrir fulltrúum góðar og ýtarlegar upplýsingar. Fyrsta samstjómarár okkar var t.d. gíf- urlega rnikil vinna unnin af stjórn þessara samtaka. Þá voru haldnir fleiri tugir funda, bókaðra stjórnarfunda og óbók- aðra. Við hittumst til að ræða vandamálin, og það var utan vinnutíma sem þessir fundir voru haldnir. Það voru mörg kvöldin sem við sátum hér frameftir. Meðan við vorum að leita að leiðum til þess að rétta við efnahag heimilisins og ráða bót á ýmsum stjórnunarlegum vandamálum sem hér blöstu við. Þetta tókst, og ég þakka það ekki eingöngu þeim mönnum, sem hafa setið með mér í stjóm síðan, heldur einnig Tómasi Sig- valdasyni, sem lagði sig alltaf allan fram við að finna lausn á vandamálum. Tómas lifði það ekki að verða heiðraður á Sjómannadaginn fyrir sín ágætu störf í þágu samtaka okkar— í þágu sjómanna- stéttarinnar. Við munum minnast hans sem mannsins sem alltaf var reiðubúinn til þess að koma og leggja hönd á plóginn og þegar á þurfti að halda í þágu starfa fyrir okkar samtök og þau málefni sem þau berjast fyrir. Tómas var kvæntur Magneu Dagmar Sigurðardóttur en hún er ein af þeim góðu konum sem hefur starfað í Kvenfélaginu Bylgjunni, félagi kvenna loftskeyta- manna. Þau hjón eignuðust fjögur börn sem eru: Halldóra Erla, húsmóðir, Sig- urður loftskeytamaður, sem er fulltrúi hér í Sjómannadagsráði, Inga Valdís, hús- móðir og Magnea Dagmar, húsmóðir. Um leið og við minnumst góðs drengs og góðs félaga heitum við því að hans minning meðal okkar muni lifa í verkum hans, sem verður hans besti bautasteinn og besta heiðrun. Pétur Sigurðsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.