Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 87

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 87
Guðbjörn Jensson skipstjóri Einn félagi okkar úr flotanum og sam- starfsmaður okkar í Sjómannadagsráði Guðbjörn Jensson skipsjtóri lést 19. febrúar síðastliðinn og var jarðsettur frá Bessastaðakirkju mánudaginn 2. mars. Guðbjörn eða Bubbi eins og hann var alltaf kallaður var æskuvinur minn og leikbróðir og vinátta okkar hélst þar til yfir lauk. Guðbjörn var fæddur í Reykjavík 18. apríl 1927, sonur hjónanna Sigríðar Ólafsdóttur bónda í Gestshúsum á Álfta- nesi og Jens Hallgrímssonar sem ættaður var úr Keflavík syðri. Bubbi var þriðji í röð fjögurra systkina, en þau eru Ólafur, læknir; Ketill, söngv- ari og Guðfinna, húsfreyja; sem er yngst. Jens og Sigríður munu hafa flust í Skildinganes úr Reykjavík árið 1928, en 1930 fluttu þau í nýbyggt hús sitt austast við Baugsveg og kölluðu Vog. Þar ólst Bubbi upp og bjó með foreldrum sínum og þar stofnaði hann sitt eigið heimili og bjó fyrstu árin. Jens faðir Bubba, sem lést að Hrafnistu fyrir nokkrum árum hafði verið sjómaður á stærri skipum þ.á m. togarasjómaður er hann sneri sér að eigin trillubátaútgerð sem hann stundaði frá Skerjafirði. Með honum byrjaði Guðbjöm sinn sjó- mennskuferil strax á sínum barnaskóla- árum. Það var okkur vinum og leikbræðrum Bubba snemma ljóst að hverju hann stefndi í lífsstarfi sínu, en það var sjó- mennskan. Enda þá ekki síst sá möguleikinn sem nær einn var fyrir unga dugnaðar- og framkvæmdamenn að brjótast úr fátækt til efnahagslegs sjálfstæðis og áhrifa. Hagsmunir slíkra einstaklinga og þjóðar- innar allrar fóru saman að þessu leyti. Bubbi stundaði margskonar verka- mannavinnu á unglingsárum sínum og vann bæði á flugvellinum og við höfnina í Reykjavík. Langþráður draumur um tog- arapláss rættist hjá honum er hann tæpra sextán ára réðist á b/v Tryggva gamla með móðurbróður sínum, Snæbimi Ólafssyni skipstjóra. Við Bubbi vorum saman á togaranum Þórólfi, nokkru áður en við fórum í Stýrimannaskólann. Hann lauk hinu meira fiskimannaprófi 1950 og fór fljótlega sem 2. stýrimaður á b/v Helgafell og siðan aftur til Snæbjarnar á Hvalfellið þegar það kom til landsins. Árið 1961 er hann fastráðinn skipstjóri á Hvalfellinu. Eftir það var hann á ýms- um skipum t.d. b/v Sigurði og eftir það eingöngu á skipum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, fyrst á Hallveigu Fróða- dóttur, Þorkatli mána og síðast en ekki síst á Snorra Sturlusyni, sem hann náði í nýj- an til Spánar 1973. Meðan pólitísk átök voru hvað hörðust í stéttarfélagi okkar Sjómannafélagi Reykjavíkur, vorum við þar á öndverðum meiði og unnum í andstæðum fylkingum. Hann var mikilvirkur þar sem annars- staðar, enda fáir komist lengra en hann á þeim vettvangi. En þetta breytti engu um vináttu okkar enda þekkti ég engan mann sem bar honum óvildarhug. En vinum Bubba brá 1975, er það fréttist að hann væri að fara í land vegna hjartasjúkdóms. En hann tók því sem öðru karlmannlega og var ekki með neinn uppgjafatón þótt svona væri komið. Hann hafði með fjöl- skyldu sinni komið upp alifuglabúi á jarðnæði sínu á Álftanesi sem hann kall- aði Helguvík, og unnu þau hjónin að þessu fyrirtæki með sonum sínum. Minning Bubbi gat nú sinnt meira en áður ýms- um áhugamálum sínum. Hann ferðaðist víða um lönd og hann var virkur félagi í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ægi og sat oft sem fulltrúi þess hér á fundum í Sjómannadagsráði. Hann var einnig meðlimur Oddfellowreglunnar og í hópi þeirra var hann, þegar kallið kom og hann hné niður. Þetta kom honum ekki að óvörum. í minningargrein sem ég skrifaði um Bubba á útfarardegi hans komst ég m.a. svo að orði: Aðeins nokkrum dögum fyrir andlát sitt sagði hann við mig, sem hann hafði reyndar sagt áður, að hann gerði sér grein fyrir því, að sitt kall gæti komið hvenær sem væri og hann væri reiðubú- inn. Á honum voru engin æðrumerki. Kona hans hefur sagt mér að þegar hann féll frá hafi hann skilið við allt, sem við- kemur heimili og fyrirtæki, 1 þeirri reglu að til fyrirmyndar var. Jafnvel skriflegar leiðbeiningar til sona sinna um viðbrögð við ákveðnum vandamálum. Það þarf karlmennsku af 53 ára manni að horfast þannig í augu við eigið skapadægur. En líf Bubba og starf hafði krafist þess af hon- um allt frá bernsku og hann hafði þá skaphöfn sem þurfti. Bubbi var einnig líkamlega sterkur. Hann var meðalmaður á hæð, með ljósskollitt liðað hár, bláeyg- ur. viðbragðsfljótur, fljótur til svars og hnyttinorður. Hann var gleðimaður á góðra vina fundi og hafði gaman af að taka lagið, enda með söngrödd góða. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Viktoríu Skúladóttur, Jóhannessonar frá Dönustöðum í Dalasýslu árið 1953. Þau hjón eignuðust fjóra syni. Jens sem nú er skipstjóri á Snorra Sturlusyni, Daða hús- gagnasmið og Guðbjörn og Gunnar sem enn eru í skólanámi. Öldruð móðir Bubba, Sigríður, býr hér á Hrafnistu í hárri elli. Þegar ég minnist góðra vina frá æsku- og unglingsárum sem falla frá í blóma aldurs, vina sem ég í eiginlegri merkingu hefi deilt með bæði súru og sætu, kemur bæði angurværð og tregi upp í huga minn. Honum fylgir söknuður hins liðna, að liðin ár hefði mátt nýta öðruvísi og betur. en gert hefur verið. Leiksvæði æskudag- anna eru horfin, malbik hylur mýri og gras, fjaran hefur glatað unaði sínum og forvitnileik, aðeins sjórinn er hinn sami og áður. Nokkrir vinir okkar Bubba frá unglings- og fullorðinsárum hafa þegar leyst festar í sína síðustu ferð og þá höfum við kvatt. Nú er Bubbi kvaddur. Ég held að viðbrögð hans við örlögum sínum, lífsstarf hans og stöðug barátta við nátt- úruöflin hafi viðhaldið hans barnatrú, eins og er um flesta okkar sem lengi höf- um verið á sjó. Um leið býr með okkur trúin á endur- fundi annars staðar. { þeirri trú kveðjum við góðan vin og samstarfsmann sem var sómi fyrir okkur sjómenn að eiga innan okkar vébanda. Við sendum öllum aðstandendum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Sigurðsson SJÓMANNASAGSBLAÐIÐ 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.