Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 89
Þorbjörn skipsins
Þorbjöm Friðriksson, frá Gröf í
Vestmannaeyjum var mikill hag-
yrðingur. Hann var lengi hjá
Tryggva Ófeigssyni á B/v Júpíter,
síðar með Bjama Ingimarssyni á
B/v Júpíter og síðar með Bjama á
B/v Neptunusi. Nafnið Þorbjöm
skipsins bjó hann til sjálfur fyrst í
vísu þeirri er hér fer á eftir, og
tildrögin voru þau að B/v Júpíter
var tilbúinn til brottfarar og lá við
dokkumynnið í Grimsby, en þá
vantaði Þorbjöm til skips, og voru
þeir Brynki kokkur og Brandur
sendir í land til að leita að Bjössa,
er hann var vanalega kallaður.
Reiknað var með að hann væri
uppá Linkunni er var næsta bjór-
stofa við dokkina.
Upp dokkina lá skilveggur,
sem hægt var að ganga sitt hvoru-
megin við, upp og niður dokkina,
og á sama tíma og Brynki og
Brandur eru á leið upp dokkina
til að leita að Bjössa, er hann á leið
til 'skips niður dokkina, en þeir
urðu hans ekki varir vegna skil-
veggsins. Er þeir svo komu frá
leitinni að Bjössa, var hann kom-
inn um borð, og varð þá til þessi
vísa:
Þorbjöm skipsins þaut í land
þrjóskur víns að neyta.
Sjáið þið vinina Brinka og Brand
bljúga og undirleita.
Á stríðsárunum lögðu hem-
aðaryfirvöldin tundurdufl á vissu
svæði norður af Vestfjörðum, og
var því svæði lokað fyrir fiski-
skipum og annarri umferð. Eftir
að þetta bann var upphafið,
veigruðu menn sér við að fara inn
á svæðið í fyrstu, en stóðust ekki
freistinguna til lengdar, þar sem
vitað var um nægan fisk á Hal-
anum. Þegar farið var að sækja
þangað aftur orti Þorbjöm:
A llir sigla á yztu mið
Ægis rista kuflinn.
Nú er horfin hrœðslan við
Halatundurduflin..
Um þann togara, sem hann var
lengi á með Bjama Ingimarssyni,
orti hann:
Undir mylur öldurót
Ægis hirðir lítt um þrus.
Stoltur, traustur stígur mót
stórsjóunum Neptunus.
Þar sem Þorbjöm var í skiprúmi
kastaði hann oft fram stökum að
skipsfélögum sínum, yfirleitt
græskulausum en stundum dálítið
meinlegum. Maður nokkur hafði
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 83