Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Qupperneq 90
tekið sér nál í hönd og þóttist ætla
að bæta netið, en kunni lítið til
þess, og fannst skipstjóranum, að
hann væri betur kominn í fiskað-
gerðinni. Þá orti Þorbjörn:
— Þið kunnið ekkert, en heimtið
hitt
að hafa í kaupinu metið.
Farðu í ýsuna, fíflið þitt
ég fœ hann Gísla í netið.
Um skipsfélaga sinn látinn orti
Þorbjörn:
Stilltur, prúður, starfsfús, glaður
stœldir minna.
Tryggur vinur vina sinna,
vart þú lagðir orð til hinna.
Æðruleysið einkennandi
á allar lundir.
Timinn lœknar ótal undir.
Endurfundir, góðar stundir.
í Tryggvasögu Ófeigssonar
segir svo á einum stað:
Við vorum á gamla Júpiter að
toga við Vesturlandið útaf Kögri,
og ég og Bjarni stýrimaður vorum
að tala saman um, hvernig togað
væri, hann ætlaði að fara að leysa
mig af, og ég skýrði fyrir honum,
hvernig ég hefði togað. .. . Þor-
bjöm „skipsins“ hafði verið við
stýrið. Við veittum honum enga
athygli, og orti hann þessa vísu, er
hann heyrði á tal okkar Bjarna:
Útaf Kögurs yztu tá,
eftir lögum settum,
bœgðu drögu Bjarni frá
botnsins smögum þéttum.
„Þorbjörn var fimur hring-
hendusmiður“.
Vélstjóri einn, áhugasamur og
hæfileikamaður mikill, var í landi
um hríð og barmaði sér yfir því, að
hann kæmist ekki á sjóinn, eftir að
hafa verið til menntunar í landi og
væri sín þó þörf á Úranusi. Þor-
bjöm var nálægur og orti:
84 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Útlœrður stend ég uppi hér,
óþarft er slíku að flíka.
Úranus b'iður eftir mér,
á ég að bíða líka?
Skipsfélagi hans var dugnaðar-
maður og vildi ekki láta þess
ógetið, þar sem hann var Þing-
eyingur. Þorbjörn skipsins orti:
Hýrnar þegar hlustir sker
hól um sérhvern fingur.
Sunnlendingur sér þar fer
Suður-Þingeyingur.
Það sagði Þorbjöm sjálfur, eftir
að hann kom í land og seztur um
kyrrt á Hrafnistu, að hann kæmi
ekki svo til Tryggva, að hann hefði
ekki vísu með í fórum sínum og
launaði þá Tryggvi skáldi sínu, ef
vísan var dýrt kveðin:
Fyrir stöku staupi má
stinga að fornum vini.
Tindilfœttur tifa ég frá
Tryggva Ófeigssyni.
Ekki voru þó móttökumar
alltaf jafngóðar:
Markaður er mikið lár,
mínar fyrir bögur.
Mun þó selja enn í ár
í A ðalstrœti fjögur.
Það var fátítt, en kom þó stöku
sinnum fyrir, að Bjössi svaraði
óhnögglega með vísu, ef honum
fannst ómaklega að sér vikið
orðum. Einu sinni var það, að
hann barði dyra hjá manni, sem
oftast greiddi götu hans, ef mikið
lá við, og svo var í þetta skipti,
þegar Bjössi kvaddi dyra. Hús-
ráðandi kom til dyranna, en þegar
hann sá Þorbjöm, þótti honum
hann ekki jafnsnyrtilegur og hans
var vandi, því að Þorbjöm var
snyrtimenni mikið og varð að
orði:
— Hvað er að sjá þig Þorbjöm,
þú ert eins og forugur bolakálfur.
Þorbirni rann í skap og svaraði:
Fellir saur í farið sitt
forugur bolakálfur.
Finnurðu ekki fífliðþitt
fýluna af þér sjálfur?
Það varð fátt um kveðjur, þegar
Þorbjöm hafði flutt vísuna.
Margar vísur orti Þorbjöm til
skipa þeirra tveggja sem hann var
lengst á, Júpiters og Neptúnusar.
Þessa orti hann eitt sinn um sig
sjálfan og Júpiter:
Flutum við fullir báðir
fœrandi björg í ver.
Bleytunni báðir háðir
Bjössi ogJúpiter.
Eftir að Þorbjöm kom á Hrafn-
istu orti hann líklega heldur fátt.
Þó er það engan veginn víst, svo
dult, sem hann fór með kveðskap
sinn. Hann kastaði samt stöku og
stöku til náungans og nokkrar
þeirra er að finna í Hrafnistubréf-
inu.
Herbergisfélagi hans, Einar, tók
mikið í nefið, svo mikið, sagði
Bjössi, „að ég hnerra, þar sem ég
sit á rúminu gegnt honum“.
Annar Einar var mikilsverður
maður á heimilinu, tók oft snún-
inga af vistmönnum og hjálpaði
þeim, sem áttu erfitt með að sinna
erindum sínum úti við, svo sem ef
þá vanhagaði um eitthvað til að
hreinsa með kverkamar og bægja
burtu kvefskít. Um þessa Einara
orti Bjössi:
Einars troðið tóbaksnef
Tobba vekur hnerra.
A nnar deyfir eymdar kvef
Einar sendi-herra.
Þeir voru eitthvað að kvarta um
það, karlamir á Hrafnistu að
sveskjur væru þar af skomum
skammti á borðum, en þær bættu
þeim meltinguna sögðu þeir. Þetta
mun hafa stafað af því, að eitt-