Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 30
26
í VERINU
EIMREIÐIN
sjó mátti aldrei nefna naut, hross, hund eða kött, og allra
síst stökkul. Að nefna þessi nöfn var „sjóvíti11 og átti að verða
til þess, að egna hvali þá er nöfn þessi voru eignuð, til að
granda skipinu, ef þau voru nefnd, en ekkert var á móti því,
að nefna dýr þessi með öðrum nöfnum svo sem »kusu«, »fola«,
«kisu« eða »dela«.
llt þótti að draga grásleppu eða sel, enda sjaldgæft, átti sá
maður er fyrir því varð að eiga skamt ólifað.
Bátur í lendingu á Eyrarbakka.
Stórhvalir sem þá var oft mikið af, voru stundum fældir á
burtu, ef þeir þóttu of nærgöngulir, með því að gera hávaða,
skrölta með árum í keipum — en á sumum skipum var
hnallur ferstrendur, oftast hafður til að rota með stórdrætti,
en í einn flöt hans var rekinn járnkengur. Ef barið var með
hnalli þessum þannig, að kengurinn hitti á naglahaus utan-
borðs og í sjó, átti hljóð það er fram kom við höggin að fæla
í burtu verstu illhveli einkum »Barða« (beinhákarl).
Það var algengur gamansiður á sjó á færaskipum, að þegar
einhver hafði dregið fyrsta fisk sinn í róðrinum, þá höfðu and-
þófsmenn hver á sitt borð, rétt til að dæma hann til að ann-
ast um einhverja tiltekna miður sélega kvensnift í hjallinum,
og skyldi hann sitja með hana þar til hann hafði dregið 3
fiska, og goldið eftir með þeim fjórða, en þá var hann »laus