Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 67
eimreiðin
NVMÆLI í VEÐURFRÆÐI
63
Harðnesk* áhrif með í reikninginn, þegar segja skal fyrir um
veðráttuna eftir veðurkortum.
Alþjóðasamvinna. Síðan ófriðnum mikla lauk, hefir mikið
verið gert til þess að koma nýju og betra skipulagi á alþjóða-
samvinnu í veðurfræði. Er einkum að því framför að veður-
fregnir eru alment sendar sem loftskeyti. Hvert land í Evrópu
sendir nú oft í sólarhring veðurskeyti frá ákveðnum stöðvum
°9 getur hver sem vill hlustað eftir þeim og tekið þau upp
kostnaðarlausu. — Veðurskeyti frá íslandi verður þó enn
að senda með sæsímanum vegna einokunar »Stóra norræna
félagsins«. — Mikil framför er og að því, að flest skip er
ganga yfir Atlantshafið hafa nú fengið loftskeytatæki og geta
sent veðurskeyti jafnvel alla leið frá New-Foundlandi til Evrópu.
^egna skipaskeytanna má finna legu veðramótanna yfir úthaf-
■nu, sem áður var ómögulegt, og fylgja myndun og hreyfing-
sveipanna þar. — Enn þá er samt ísland ysti útvörður í
vestri, sem sendir reglubundin veðurskeyti til Evrópu. En bráð-
^ega mun kröfunum um veðurskeytastöðvar á Grænlandi sint
°9 sennilega einnig bygð stöð á Baffinslandi (vestan við
Qrænland). Þannig bætist hlekkur við hlekk í keðju þeirri af
veðurskeytastöðvum, sem daglega senda skeyti og sem smám
saman mun lykja um alt norðurhvel jarðar. Islandi, sem er
e'nn af þýðingarmestu hlekkjunum í þessari keðju, verður þá
einnig gert létt fyrir að fá veðurskeyti frá þeim stöðum í
vestri og norðri, sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að
segja þar fyrir um veður, svo að gagni sé. Efast eg ekki um, að
t>egar fram líða stundir, verði stormfregnir taldar eitt af stærstu
nauðsynjamálum íslenskra fiskiveiða — eins og þær nú þegar
eru orðnar í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi o. v. — Fyrir land-
búnaðinn ættu og regnspár að geta komið að góðu haldi um
heyannatímann í hinum þéttbýlli héruðum, þar sem símasam-
bönd eru svo góð að almenningur geti fengið þær í hendur
í tæka tíð.
Björgvin, í des. 1922.
Jón Eyþórsson.