Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 109
EIMREIÐIN
TÍMAVÉLIN
105
le9t, að greftrunarstaðir eða Iíkbrenslustofnanir væru ein-
hversstaðar lengra í burtu en eg hafði komið. Eg beinlínis
setti mér að komast að þessu, en beið fullkominn ósigur f
teirri leit. Mér þótti þetta kynlegt, en það vakti upp hjá mér
annað vandamál, sem ef til vill var enn þá flóknara: Þa&
sást ekki einn einasti aldurhniginn eða lasburða maður í öll-
uni þessum sæg.
Eg verð að játa, að hugmynd mín um sigur menningarinnar
°9 hnignun kynstofnsins, sem mér hafði þótt svo góð í upp-
hafi, var ekki farin að verða jafn-óbrigðul í huga mínum. En
e9 gat að svo komnu ekki komið með aðra betri. Eg skal
Se9ja ykkur, hvað vakti grunsemdirnar hjá mér. Hallirnar
niiklu, sem eg hafði skoðað, voru ekkert annað en íveruhús,
har sem þetta fólk gekk út og inn, mataðist og svaf. Eg varð
ekki var við neinar vélar, eða annað slíkt. En samt var fólkið
1 klæðum úr vönduðum dúkum, og hlaut að verða að fá nýja
hlæðnaði við og við. Ilskórnir, sem það hafði á fótum, voru
að vísu skrautlausir, en þeir voru gerðir úr málmi af tals-
verðum hagleik. Einhversstaðar varð að vinna þetta. En þetta
fólk sýndist gersneytt allri hugsun um slíka hluti. Engar búðir
sáust, engar vinnustofur og engin merki um vöruflutninga.
Það var allan tímann að leika sér, baða sig í ánni, skemta
sér við smá ástleitni, sem var þó líkast barnaleik, eta ávexti
°9 sofa. Mér var ómögulegt að koma auga á, hvernig öllu
þessu var háldið við.
Og svo var það þetta með tímavélina: Einhver — eg vissi
ekki hver — hafði farið með hana inn í hola fótstallinn undir
sfinxinum hvíta. Hvers vegna? Það var nú þyngri gátan. Og
hessir vatnslausu brunnar og turnarnir með fljótandi loft-
straumnum. Eg fann, að mig vantaði lið í röksemdakeðjuna'.
Eg fann — hvernig á eg að orða það? Hugsið ykkur, að
t>ið fynduð áletranir. I þeim væru setningar á hreinni og skýrri
ensku, en innan um þær og inni í þeim væru orð og setn-
ln9ar, þar sem þið þektuð ekki einu sinni stafina. Einmitt
nieð þessu er best lýst þekkingu minni á heiminum árið
802701, þegar eg var búinn að eiga þar heima í 3 daga!
Þennan sama dag eignaðist eg vin — upp á sinn máta.