Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 55
EIMRIEÐIN
ÞJÓÐHÁTÍÐ
51
því að selja þær á leigu fyrir sumarbústað handa Reykjavíkur-
búum, að svo miklu leyti sem eigendur ekki notuðu þær sjálfir.
Ef bygð tekst upp á Þingvöllum á þenna hátt, munu menn
feyna að gera sér vistina sem unaðslegasta og þægilegasta
^ieð því að nota sér gæði náttúrunnar sem best er verða má,
nieðal annars vatnsaflið í Oxará. Það er ekki goðgá að beisln
ána. Forfeður vorir gerðu það; þeir teymdu hana í þann far-
veg þar sem hún varð þeim til mestra þæginda og nytja. Vér,
eða að minstakosti niðjar vorir, munu reisa raforkustöð við
Oxará. Heppilegan stað fyrir hana mun ekki örðugt að finna.
Aflið mikið, allar leiðslur stuttar, orkunýtingin á og í grend
við Þingvelli því tiltölulega einkar ódýr. En þetta atriði skal
ekki útlistað nánar hér, því að menn munu ef til vill kalla
betta skýjaborgir.
Þeir kunna að vera til, sem hlyntir eru hugmynd þeirri,
sem að framan hefir verið lýst, en hyggja ekki vænlegt að
koma henni í framkvæmd nú vegna erfiðra fjárhagsástæðna
landsmanna. En þetta er blátt áfram rangt. Þjóðhátíð má halda
nieð miklum veg og sóma á Þingvöllum hvað sem fjárhags-
ástandi landsmanna líður. Og það, að hátíðin er haldin á
Þingvöllum eftir alþjóðar ósk, er sú athöfn, sem leiðir til annars
aieira og fullkomnara. í þessu falli þarf vilja en ekki fjárafla.
Enn fremur mæla sumir, að þetta eigi alt að bíða þangað
til 1000 ára afmæli alþingis verður haldið 1930. En þessir
menn tala af fullum miskilningi um þetta mál og einnig af
litlu viti um sjálfan hinn væntanlega hátíðarfagnað 1930. Ef
þá hátíð á að búa sæmilega úr garði þarf hún mikinn undir-
búning, sem þarf að hefja sem allra fyrst einmitt á staðnum
sjálfum. Eg trúi ekki á vilja eða getu hins opinbera til að
leysa þann vanda af hendi, svo sem vera ber, án þess að fá
stuðning af áhuga og fórnfýsi einstaklinganna. En þessi leið,
sem hér hefir verið bent á, beinir einstaklingunum betur en
alt annað að því marki, að leggja fram krafta sína af frjálsum
v>lja til að endurreisa veg hins forna staðar. »Róm var ekki
bVSð á einum degi« og á Þingvöllum verður ekki á fám vik-
um eða mánuðum gert það, sem gera ber, þótt ríflega væri
t>l þess lagt af opinberu fé. Það þarf einmitt nú þegar að