Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 15
®imreiðin
GRÍMUR THOMSEN
11
sTrúrri vin en góðan hund á enginn* (Dýravinurinn 1887:
Hestar og hundar). Honum er ánægja að setja hest sinn við
^lið konungsins sjálfs: Friðrik 7. falaði reiðhest hans til kaups
en Grímur kvaðst ekki nenna að selja vin sinn vini sínum
(Andvari, XXIII, 7). Hann fer enn lengra, því að í Stjörnu-
Odda draumi æskir hann þess, að dýrin fylgi eigendum sínum
« himnaríkis:
Sísf munfu vinar sakna þess,
sem unnir hér I heim,
ann guÖ þér bæði hunds og hesfs,
hafirðu yndi af þeim.
Eins unni Grímur börnum og unglingum. Alt kvæðið Heimir
^er blæ af þeirri tilfinningu. Það var ekki furða þó að Grím-
Ur skildi H. C. Andersen manna best, hann skildi bæði barnið
°9 snillinginn. Þrátt fyrir gervið, sem hann eins og aðrir sneri
a^ heiminum, var hann aldrei oddborgari. Hann kunni altaf
að meta það, sem hreint var og dýrt, þó að hann fyndi það
ekki hafið í hásæti almennrar aðdáunar.
Grímur var alla æfi trúmaður. Þótt hann smámsaman kunni
a^ hafa lagað ýmsar trúarsetningar eftir þörfum sínum og
Væri enginn kreddumaður, sjást þess engin merki, að hann
^fi nokkurn tíma efast um aðalatriði kristindómsins. Hann
leitaði athvarfs hjá guði, þegar á móti blés, og reyndi að taka
andstreyminu sem hollri reynslu, er ætlað væri að laga gall-
ar>a. Enginn hefir fylgt Grími þangað, sem hann bað í ein-
rumi til drottins síns, en þar mun hann fúslega hafa beygt
^ne sín, kastað öllum gervum sínum og sagt með ]ob: nak-
Jnn kom eg af móðurlífi, nakinn mun eg héðan fara. Hvergi
1 l<væðum sínum kemur hann sjálfur einlægar fram en í
^uggun:
Hver dugar þér í dauðans stríði,
er duga ei lengur mannleg ráð,
þá horfin er þér heimsins prýði,
en hugann nístir angur og kvíði,
hvað dugar, nema drottins náð?
t*að var trú Gríms, ásamt heimilislífi og minni baráttu á efri
arum, sem gerði, að skapið mýktist með aldrinum og hann