Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 112
108
TÍMAVÉLIN
ElMREIÐItf
áfram að sofa einn út af fyrir mig, hvernig sem Vína grát-
bændi mig að skilja ekki við sig.
Henni þótti mjög mikið fyrir þessu, en loks fór svo, að
þessi einkennilega ást hennar á mér sigraði, og fimm af nótt-
um þeim, sem við þektumst, og þar á meðal síðustu nóttina
svaf hún hjá mér og hafði handlegginn á mér að svaefli. En
nú er eg að missa söguþráðinn. Það mun hafa verið nóttina
áður en eg bjargaði Vínu, að eg vaknaði í birting. Eg hafði
sofið órólega og dreymt vonda drauma. Þótti mér sem eg
væri að drukna en sædýr drógu blaula og slepjuga fálmarma
um andlitið á mér. Eg hrökk snögglega upp úr svefni og
þóttist verða var við, að eitthvert gráleitt kvikindi hefði verið
að skjótast út frá mér. Eg reyndi að sofna aftur en var órótt
og leið illa. Það var á þeim tíma morguns þegar fyrsta skíman
er að nálgast og hlutirnir eru að smá skreiðast út úr myrkr-
inu, en alt er litlaust og stórskorið en þó draugalegt. Eg reis
á fætur og gekk niður í stóra anddyrið og svo út á steinriðið
stóra frammi fyrir húsinu. Hugsaði eg mér að eg skyldi gera
gott úr öllu og sjá nú sólarupprásina.
Tunglið var að ganga undir, og síðasti bjarmi þess blandað-
ist fyrsta fölva dagsbrúnarinnar svo að birtan var einkennilega
draugaleg. Trjárunnarnir voru biksvartir, jörðin grámygluleg og
loftið litlaust og dapurlegt. Og þegar eg leit upp í hæðina
þóttist eg sjá drauga. Þrisvar sinnum þóttist eg sjá hvítt kvik'
indi, líkast apa, hlaupa eitt sér upp eftir brekkunni. Og í eitt
skifti sá eg, fast við rústirnar, hóp af þeim, og báru þeir eða
drógu eitthvert dökt flykki. Þeir voru á mikilli ferð. Eg vissi
ekkert, hvað af þeim varð. Þeir sýndust hverfa í runnana.
Eins og þið skiljið var dagsbirtan ekki mikil orðin. Mér leið
eins og ykkur hefir ef til vill stundum liðið að morgni dags-
Mér var hrollkalt og ónotalegt og var ekki nema að nokkru
íeyti með sjálfum mér. Eg trúði ekki eigin augum.
Þegar roðinn tók að vaxa á austurloftinu og dagsljósið fór
að streyma yfir láð og lög og varpaði sinni marglitu blaeju
yfir náttúruna fór eg að litast enn betur um. Sá eg þá ekki
örmul af þessum hvítu kvikindum. Það var hálfrökkrið, sem
hafði skapað þau. »Það hafa verið draugar«, hugsaði eg; »fra