Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 99
EIMREIÐIN
ÞINGVALLAHREYFINGIN
9S
°9 reyndar víðar. Hafa þó fáir átt þjóðlegri kirkju en við ís-
löndingar, né heldur kirkjulegri þjóð verið til, í þeim skilningi,
að kirkjan hefir borið á herðum sér hið þjóðlega allar götur
frá þeim tíma er klerkurinn Ari fróði hóf að rita íslensk fræði
°9 fram til þess er prestar, þótt fátækir væru, voru íslensk-
nstu embættismennirnir og bjargvættir þjóðlegra menta. En
hvar á þessi þjóðlegi skóli að standa? Auðvitað á Þingvelli
V|ð Oxará. Enginn annar staður á landinu gefur lagt það til
skólans, sem Þingvöllur getur til hans lagt.
Þetta mál var rætt á opinberum fundi í Reykjavík, og voru
’fienn hugmynd þessari hlyntir. Kom þá fram á þeim fundi, að
er>n hafði einn hugsanaferillinn numið staðar við Þingvöll.
]ón Ofeigsson, mentaskólakennari, skýrði þar frá því, að
hann hefði í smíðum ritgerð um skóla á Þingvöllum. Er það
slþýðuskóli, sem koma á upp á Suðurlands undirlendinu, og
hafa menn þegar bundist all miklum samtökum um, að koma
þessum skóla á stofn og heitið fé til. — Sýnist svo, sem
t’ingvöllur ætli að vera sá staðurinn, sem hinar víðáttumiklu
sveitir, er eiga svo mörg og fögur höfuðból og væntanleg
skólasetur, geti best sameinast um, því helgi hans þolir illa
ailan krit um smámuni.
Þá er það ýmsum kunnugt, að sú hugmynd er til, að friða
k’ingvöll og gera þar þjóðgarð, í líkingu við þjóðgarða þá,
Sem sumar aðrar þjóðir, og einkum Ameríkumenn, hafa komið
Ser upp. Hefir Guðmundur Davíðsson ritað um þetta mál
hvað eftir annað hér í Eimreidinni.
Til þess að slíkur garður komi að notum þarf helst margl
að fara saman. Þar þarf að vera náttúrufegurð frábær og
kelst einkennileg, og oft ræður hún mestu. Þar þurfa að vera
skilyrði eins og um er að gera í því landi fyrir ræktun skóg-
ar og annars, sem prýða má staðinn og gera hann vistlegan.
^9 þá skaðar ekki að fornar minningar séu við staðinn tengd-
ar> þó að sjaldnast sé um það að ræða. Vfirleitt: Til þess að
bióðgarður nái tilgangi sínum þarf staðurinn að vera með þeim
^setti, að þjóðinni og þeim, sem þangað koma, geti þótt vænt
UtTi hann og orðið hrifnir af honum. Og svo loks þarf þjóð-
Sarði að vera svo í sveit komið, að hægt sé til hans að komast.