Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 9
EIMREIÐIN
GRÍMUR THOMSEN
5
Þetta eina orð, sem sá hyggur valið af handahófi, er illa les
(það hefir misprentast í útgáfunni), felur í sér heila lýsingu á
hraða og fótaburði varganna. Þeir teygja svo úr sér, að sér í
bleikar iljarnar þegar þeir bregða upp afturfótunum.
Þessar fáu athugasemdir um form Gríms kynnu að geta
hvatt einhvern til þess að athuga, hve margs er einmitt þar
að njóta, sem hefir ekki verið fullmetið, þótt skamt sé farið
út í yrkisefnin. A þýðingum hans er altaf einhver svipur og
snildarbragð, jafnvel þar sem þær fara first anda frumkvæð-
anna. Við þær tamdi hann svo braglist sína, að honum var
mun léttara um að yrkja á efri árum en áður. Honum gat
þá dottið í hug að yrkja kvæðið »Huldur«, til þess að leika
sér og sýna labbakútunum, sem ekkert væru ef sléttmælgin
væri frá þeim tekin, að svona gæti hann ort, ef hann gerði
dýran hátt og lipurð að meginatriði. En honum veittust líka
þau laun vandvirkni sinnar að geta ort kvæði eins og »Endur-
minningin«, sem jafnt að efni og formi er meðal gimsteina
íslenskra ljóða.
111.
Grímur varð stúdent 17 ára gamall’), sigldi þá til Hafnar
°9 átti að lesa lögfræði. Þorgrímur faðir hans gerði sér
wiklar vonir um þennan fluggáfaða son sinn, og ætlaði hon-
um vafalaust hæstu metorð á íslandi. Bak við slíka metorða-
9irni foreldra leynast oft einhver gömul sár. Það er mælt, að
Þorgrímur hafi þóst finna, að Grími amtmanni, mági hans,
þætti systir sín vargefin, og mun hafa ætlað Grími syni sín-
um að jafna þann halla. Af bréfum, sem þeir skiftust á um
Qi'ím, faðir hans og Finnur Magnússon (í Ríkisskjalasafni Dana),
má sjá, að Þorgrímur hefir ætlað syni sínum óvenjulega mikið
^ til námskostnaðar. En samt hrökk það ekki nærri fyrir
þörfum Gríms. Hafi Þorgrímur ætlað syni sínum meira hlut
') Þeim, sem gjör vilja vita um æfialriöi Gríms en hér verður rakiÖ,
V1* eg vísa til ágætrar æfisögu í Andvara, 23. árg., 1898, eftir dr. ]ón
^orkelsson.