Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 32
28
í VERINU
EIMREIÐIN:
urðu þeir að hlaupa útbyrðis og vera búnir að fóta sig áður
en skipið tók niður að framan (steytti). Héldu þeir svo skip-
inu á »kollubandinu«, sem fest var í mitt stefnið, svo skipið
gat hvorki farið upp eða út, var það oft hið mesta þrekvirki,
því komið gat fyrir að sjór gengi þeim um axlir og skipið tók
ákaflega á; formaður einn, eða með öðrum, hélt skipinu með
stjaka í horfinu svo því slæi ekki til hliða á meðan aðrir seil-
uðu fiskinn og þurfti það þá að gerast svo fljótt sem unt var;
þótti það góður kostur á manni að vera fljótur að seila. Til
marks um það var haft eftir ]óni, góðum formanni á Hraum
í Grindavík, þegar hann var spurður hvers vegna hann
hefði fyrir háseta mann, sem menn vissu um að hvorki var
góður ræðari eða fiskinn. Þá svaraði Jón: »hann er góður
að seila*.
Ef ekki var róið út aftur var skipið sett upp fyrir flæðar-
mál, var það erfitt verk þar sem fjörubratt var og ekki hægt
að setja stór skip nema í smá kippum, og heitir það að setja
á „hlunnbrögdum“. Að því búnu fóru hásetar að bera fiskinn
upp á skiftivöllinn. Tveir af þeim lyftu byrðum á þá er
báru, og kendi metnaðar að bera sem þyngstar byrðar. Sum-
staðar var reitt upp á hestum.
Formaður skifti í köst og voru tveir hásetar um eitt kastr
hétu það hlutalagsmenn.
Þar sem færi voru notuð var næstum ekki öðru skift en
þorski, hitt voru „happadrættir“ eign þeirra er þá drógu, t. d.
keila, steinbítur, ufsi, karfi og jafnvel ísa, enn fremur sporðurr
hryggur, haus og rafabelti af flakandi lúðu, sköturassar og
hrognið úr löngunni (lönguskaldið). Þetta dróg drjúgum góða
fiskimenn, enda var það kölluð „hlutarbótin“. Enn fremur tók
skipeigandi 1 besta fiskinn úr hverjum róðri af óskiftu ef segl
voru notuð í róðrinum. Hét það seglfiskur. Drykkjarfisk var
þá hætt að taka á sama hátt fyrir að fá sér færðan drykk að
skipi er komið var að.
Útgerðarmaður tók 3 hluti, 2 fyrir skipið með áhöldumr
búðar og byrgisleigu, »uppsátur« og færi, — öngul og sökku
lögðu hásetar sér til — og 1 fyrir »tillögurnar« en það voru
skiplag, sýra, lifurílát, seilar- og byrðarólar, sjóskósþvengir,