Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 64
60
NÝMÆLI í VEÐURFRÆÐI
EIMREIÐII'
Meðfram norðausturjaðri hlýju tungunnar myndast þannig
200—400 km. breitt regnband, sem hreyfist í stefnu hlýju
vindanna (smástrikuðu svæðin á 1. mynd).
A bakhlið hlýju tungunnar brýst aftur kalda loftið inn undir
hið hlýja, lyftir því snögglega upp, svo það kólnar skyndilega
og gefur snarpar skúrir af regni eða hagli (punktuðu svæðin
á 1. mynd).
Fremri takmörkin, þar sem hlýtt loft er í framrás, mætti ef
til vill nefna „hitalínu“ (warm front), en hina síðari, þar sem
kalt loft brýst fram „skúralínu“ eða „élja/ínu“ (squalline,
cold front).
Þar, sem slíkur sveipur gengur yfir, tekur veðrið vissum,
reglubundnum breytingum. Hve stórfeldar þær eru, fer eftir
því, hversu sterkur sveipurinn er og hve mikill munur er á
hita loftsins í heitu tungunni og umhverfis hana.
Fyrsti fyrirboði þess, að regn sé í aðsigi, eru venjulega kló-
sigar (cirrus) og blikur, sem dregur upp frá sömu átt og
óveðrið kemur úr. Þetta er alþekt meðal alþýðu manna á Is-
landi og nefnt að »bera í sig vætu«, »ganga upp« o. fl.
2. mynd') er til þess að átta sig nánar á þessum fyrirbrigð-
um. Miðmyndin (II) sýnir sveipinn eins og hann lítur út við
yfirborð jarðar. Efsta myndin (I) táknar lóðréttan þverskurð
norðan við enda hlýju tungunnar og neðsta myndin þverskurð
gegnum hana miðja. Vér hugsum oss sveipinn í hreyfingu, í
stefnu tvöföldu örvanna (til austurs). — Neðst til hægri hand-
ar sést brekkuflötur kalda loftsins á framhlið sveipsins, þar
sem hlýja loftið streymir upp eftir og myndar ský og úrkomu.
Maður sem staddur væri á staðnum A, mundi þá fyrst sjá kló-
siga ci og ljósleit s/æðuský cist (cirro-stratus) breiðast yfir
himininn. Þau eru h. u. b. 7000—9000 metra yfir jörðu,
mynduð af smáum ískrystöllum. Oft sjást í þeim ýms ljósfyrir-
brigði, svo sem hringir um sól og tungl, úlfar og gýlar (auka-
sólir), sem stafa af broti sólargeislanna í ískrystöllunum. Eftir
því sem sveipurinn færist nær, þéttist skýslæðan og breytist í
1) Þessi skýringarmynd er úr rilgerö eftir S. Bjerknes og H. Solberg:
„Meteorological conditions for the formation of rain“ Kria 1921.