Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 79
EIMREIÐIN
UM DJÚNKA
75
fórum við »túr« upp á Skotland — Orkneyjar — og Hjalt-
land. Þá fóru menn í Rómaborg að hugsa að Djúnki mundi
rugla, og svo varð líka. — Hann giftist, eins og þú munt
hafa heyrt, og lagðist í slark við Vevey við Lemansjóinn. —
Svo, þegar hann einu sinni varð blindfullur, rak hann konuna
burt og iðraðist, skrifaði Barnabó kardínála og fór í klaustur,
eu honum leiddist þar fljótt, því hann fékk ekki nóg cognac.
Þar næst tók hann það til bragðs, að hann kastaði trúnni og
hempunni algerlega og tók sér annaðhvort nýja konu eða þá
sömu aftur — fór til Pétursborgar, og þar er hann nú og
ritar sögu um öll æfintýri sín frá 1855 til 1865. Við komumst
ef til vill inn í Rússlandssögu á þennan hátt, Ben., ef Djúnki
vill minnast á gildru á Strandvejen og brennivínið og Blanken-
steiner og Baronesse Lövenskjold, sem Djúnki leiddi inn í
svefnherbergi sitt og skipaði að biðja fyrir framan hlandkoppa
°2 brennivínsflöskur. Svona eru forlögin ýmisleg, Ben! —
Sölvi Helgason.
Sölvi Helgason, eða Sölvi spekingur, var einn af þeim ein-
l<ennilegu mönnum, sem eg man eftir frá æskuárum mínumJ
og ef til vill var hann hinn allra einkennilegasti. Misjafnir
hafa líka dómar manna verið um hann. Sumir hafa álitið hann
uiikilmenni, sem aldrei hafi notið sín vegna mentunarskorts
og misskilnings manna. Aðrir hafa álitið hann hálfgildings
vitfirring. Og enn voru aðrir — og sá flokkur hefir líklega verið
fjölmennastur — sem álitu hann, blátt áfram, ótýndan þorpara
°9 raupara.
Þeim fækkar nú óðum, sem þektu Sölva á manndóms- og
þroskaskeiði. Þess vegna ætla eg að reyna að lýsa honum
nokkuð eftir því, sem hann stendur fyrir mér í ljósi endur-
^ninninganna. Verið getur, að mér skjátlist þar í sumu; bæði